Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1949, Blaðsíða 39

Náttúrufræðingurinn - 1949, Blaðsíða 39
LÍTIL ATHUGUN VIB KLEIFARVATN 85 Unimak er ein af stærri eyjum í Aleutklasanum. Norðurhluti hennar er lítið annað.en rætur eldfjalls, geysimikils, sem Okmok nefnist. Það er um 40 km í þvermál við ræturnar og 1000 m á liæð. Fjall þetta er ævaforn elddyngja. Á henni er feiknlegur gígketill (ca^ldera), 12 km í þvermál, með snarbröttum veggjum, um 160 m háum. Um 10 slíkar fjalldyngjur finnast á eyjunum, en Okmok er þeirra rnest. Flugher Bandaríkjanna hafði komið sér upp mikilvægum bæki- stöðvum við rætur Okmok. Það var því ekki að furða, þótt her- stjórninni brygði í brún hinn 6. júní árið 1945, þegar fjallið tók skyndilega að gjósa. Hernaðaryfirvöldin sendu í ofboði eftir jarðfræðingum, því að gegn þessum óvini kunnu þau engin ráð nema þá helzt að flýja. Yfirmaður herliðsins liafði verið sjónarvottur að sprengigosinu í Katmai og þá legið við, að skip hans færist vegna vikurhríðar og grjótflugs. Honum var því vel ljóst, hvern ægikraft eldfjöllin byrgðu í skauti sínu. Rannsókn leiddi þó í ljós, að þótt fjallið léti ófriðlega, var ekki bráð hætta á ferðum. Gosið í Okmok stóð í tæpa 7 mánuði. Það ldóð upp væna keihi í kring um gíg sinn á botni gamla gígsins, og hraun rann um 7 km veg. Það gerði lítil spjöll og ekki reyndist nauðsynlegt að flytja bækistöðvar hersins. Kom það sér vel, því þá stóð styrjöldin við Japan sem hæst. Jarðfræðingar álíta, að tímaskipti séu að eldgosum á Aleuteyja- svæðinu: Skiptist þar á 20 ára róleg tímabil og 80 ára óróleg tímabil, og standi nú yfir síðari hluti rólegs tímabils. Aleuteyjar voru áður taldar flestunr lieimshlutum afskekktari. En það er nú h'kt á komið með þeim og íslandi. Þær eru kornnar í þjóð- leið. Mikilvægar flugleiðir liggja yfir eyjarnar milli Ameríku og Asíu. Til hernaðar eru þær einnig afar mikilvægar. En eldgos geta truflað liernað ákaflega. Af þeini ástæðum hefur herstjórn Bandaríkjanna tekið í sínar liendur rannsókn eldfjalla- svæðisins á Aleuteyjum. Er ekki ólíklegt, að þessar rannsóknir beri mikinn árangur, þar sem hér er uni livort tveggja að ræða, eitt helzta eldgosasvæði jarðarinnar og eitt auðugasta og framkvæmdasamasta ríki hennar. Heimild: Exploring Aleuían Volcanos eftir G. D. Robinson, National Geographic Magazine, Washington, okt. 1948.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.