Náttúrufræðingurinn

Ukioqatigiit

Náttúrufræðingurinn - 1949, Qupperneq 12

Náttúrufræðingurinn - 1949, Qupperneq 12
58 N ÁTTÚRUFRÆÐIN GURINN Enda þótt nokkur hluti af efnum botnleðjunnar berist aftur upp til yfirborðsins, þá verður þó mestur hlutinn eftir. Þarna myndast því jarðlög, sem liafa að geyma talsvert af rotnandi leifum. Er talið, að þannig liafi jarðoiían myndazt á umliðnum áraþúsundum. A. Treibs (f940) liefur sýnt fram á það, að við skilyrði sem í botnleðju djúpra liafa umbreytast kölhydröt í kolvatnsefni, en kolvatnsefnin eru, sem kunnugt er, aðalefnin í jarðolíunni. Sérkenni gerlanna i sjónum. I sjónurn er að meðaltali 3,5% af söltum, mest matarsalti. Þetta mikla saltmagn hefur það í för með sér, að gerlagróður sjávarins er dálítið sérstæður. Eru margir af gerlum sjávarins beinlínis saltkærir, þ. e. þeir geta ekki lifað nema í saltupplausnum, eins sterkum eða sterkari en sjórinn er. Af slíkum gerlum má t. d. nefna rauðu gerlaná, sem valda roða á söltuðum fiski eða skinnum. Aðrir eru nægjusamari og geta lifað, þó að salt- magnið sé minna, t. d. ljósgerlarnir. Þessir lýsandi gerlar sjást oft á nýveiddum fiski, sem |m lýs’r í myrkri, eins og maurildi. Lýsandi gerlar sjást líka á fiski úr fersku vatni. Þær tegundir geta sýnilega lifað við mjög lítið magn af salti. Margar gerlategund:r úr sjó má venja við minna saltmagn og rækta á venjulegum næringarblöndum. Aftur á móti eru fjölda margar gerlategundir utan sjávarins, sem ekki verða með neinu móti ræktaðar við þanri saltstyrkleika, sem er í sjónum. Þrátt fyrir þessa sérstöðu gerlanna í sjónum er starfsemi þeirra þar mjög svipuð og í jarðveginum. Um rotnunargerlana hefur þegar verið getið. í sjónum kljúfa jreiv eggjahvítuefnin og mynda úr þeim vatn, koldíoxýð, ammóníak, brennisteinsvatnsefni o. fl. Kol- hýdröt og feiti kljúfa þeir einnig og mynda að lokum úr þeim koldíoxýð og vatn. í botnleðjunni geta, eins og áður er sagt, mynd- azt efnasambönd úr kolhýdrötunum, sem eru mjög vatnsefnisrík, t. d. metan og önnur kolvatnsefni. Margir sjávargerlar geta breytt nítrötum í nítrít og nítrítum í annnóníak. Er jjað sams konar fyrirbrigði og aljtekkt er í moldinni. Talið var áður, að Jjessar efnabreytingar gengu meira að segja svo langt í sjónum, að þar losnaði mikið af óbundnu köfnunarefni (N2), er þar með væri tapað sem næringarefni. Brandt setti fram Jxí kenn- ingu 1905, að í heitum höfum væru Jressi efnaskipti mjög hraðfara og tapaðist þar mikið úr sjónum af köfnunarcfni. Væri Jretta ástæð- an til þess, að í heitari höl’um er minna um köfnunarefnissambönd

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.