Náttúrufræðingurinn

Ukioqatigiit

Náttúrufræðingurinn - 1949, Qupperneq 28

Náttúrufræðingurinn - 1949, Qupperneq 28
74 N ÁTTÍJ RUFRÆÐINGURINN Pappírsgrauturinn er fyrst hreinsaður, sandur látinn setjast til í sérstöku keri, hnökrar hreinsaðir úr honum í öðru keri, en að því búnu er hann látinn renna nteð jöfnum straumi á síuna. Hún er eins breið og pappírinn á að verða og „endalaus", hreyfist stöðugt frá þeim stað, þar sem pappírsgrauturinn rann á hana, og er lirist í sífellu. Tii að hindra það, að pappírsgrauturinn renni út af síunni, eru á báðum hliðum hennar reimar, sem hreyfast með lienni. Sía þessi er löng og liggur lárétt, þar sem pappírinn er að myndast á henni. Fyrst í stað sígur mikið vatn úr pappírsgrautnum, en þegar ekki getur sigið meira vatn úr honum af sjálfsdáðum, er sían látin renna yfir klefa, sem loftinu er dælt úr, og næst við það enn meira vatn burtu. En þegar ekki er Jiægt að ná meira vatni úr pappírnum með þessum hætti, er valti, sem er þakinn flókadúk, látinn snerta pappírinn, og losnar hann við það frá síunni. Hin endalausa papp- írsræma berst nú með flókadúknum milli valta, sem pressa hann, og pressast pappírinn nú hinum megin, svo að hann sé eins báðurn megin. Nú er pappírinn látinn fara yfir heita valta, sem þurrka hann, og eru þeir venjulegast margir, síðan yfir valta, sem slétta pappírinn, ef verið er að framleiða slíkan pappír, þá yfir valta, sem kæla hann, enn yfir þurrkvalta, í gegnum vél, sem sker utan af hinni óendanlegu löngu pappírsræmu það, sem ójafnt er, og sker hana jafnvel einnig í sundur eftir endilöngu eftir því, hve breiður pappírinn á að verða. Að lokum er hann vafinn upp á sívalning. Oft er hann þó sléttaður áður báðum megin eða öðrum megin, og má t. d. gera það með því að láta hann fara á milli tveggja valta, sem snúast mishart, og slípar þá sá valtinn pappírinn, sem liraðar snýst. Eigi að hafa pappírinn á boðstólum í örkum, eru þær skornar niður síðar, venjulega ekki í beinu framhaldi af pappírsframleiðs- unni. Arkirnar eru að sjálfsögðu misjafnlega stórar eftir því, til hvers á að nota þær, og eru hvarvetna hafðar margar mismunandi stærðir á boðstólum, en víðast hvar eru stærðirnar margfalt fleiri en nauðsyn krefur, jafnvel svo margar, að til óþæginda hefur verið. Þegar liið svonefnda vatnsmerki á að vera í pappírnum, er sían höfð upphleypt með hæfilegu millibili, svo að pappírinn verði ei- lítið þynnri þar, sem vatnsmerkið á að koma fram, eða rakur papp- írinn er látinn renna milli valta, sem eru með upphleyptu vatns- merki, svo að því sé þrykkt inn í hann rakan. Allmikill munur er á því, hve þykkur pappír er, oft er hann næfurþunnur, svo sem alkunnugt er, en einnig má hafa hann þykk-

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.