Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1949, Blaðsíða 19

Náttúrufræðingurinn - 1949, Blaðsíða 19
PAPPÍR G5 Hér voru Kínverjar komnir vel á veg með framleiðslu pappírsins. Að sjálfsögðu veit það enginn, hvernig þeir komust á lagið með það, en vitað er með vissu, að þeir notuðu hörvefnað til skrásetningar. Um það bera fjölmargar fornleifar vitni. En úr því að farið var að nota hörvefnað í þessu skyni, má vel hugsa sér, að þeir hafi smátt og smátt komizt á lagið og þá með þessurn hætti: Þegar hörvefnaður er stappaður og þjappaður í vatni, losna hör- trefjar úr vefnaðinum, og þeim mun meir sem lengur er stappað. Hafi vefnaðurinn áður verið margþveginn, er lausara um trefjarnar en á nýjum vefnaði. Má því geta nærri, að einhvern tíma hafi mikið af trefjum losnað úr vefnaðinum og þannig myndazt þunnur trefja- grautur í ílátinu, sem stappað hefur verið í. Nú hefur ekki annars þurft með en sía grautinn, ná trefjunum frá vatninu, og hefur þá legið beinast við að sía hann í gegnum hördúkinn. Trefjarnar hafa þá lagzt sem þunnt lag á hann, og strax hefur kornið í ljós, að yfir- borð dúksins var nú rniklu sléttara en áður. Þarf þá ekki frekari get- um að því að leiða, að haldið hefur verið áfram á sömu braut, trefja- magnið aukið til að fá himnuna þykkari og þéttari. Og þá er ekki annað eftir en losa trefjahimnuna frá undirlaginu, dúknum, til að pappír sé fullgerður. Fái himnan að þorna dálítið, er hún nokkum- veginn laus við vefnaðinn, og má þá losa hana frá honum í heilu lagi. Gera má ráð fyrir, að þannig hafi hin fyrsta pappírsörk verið framleidd. Og þótt það séu getgátur, hvernig hún hafi orðið til, þá er liitt fullsannað af fornleifum, að á fyrstu öld e. Kr. var pappírs- framleiðslan í Kína orðin veruleg, og sá pappír var nær eingöngu gerður úr hörtuskum. Með smásjárrannsókn á pappírnum má ganga úr skugga um það. Pappír er enn í dag framleiddur í höfuðdráttum eins og nú var lýst. Hann er gerður úr trefjakenndum efnum. Trefjarnar eru los- aðar í sundur og gerður úr þeim trefjagrautur. Þegar svo er komið, er liæfilega mikið af grautnum sett á síu, annaðhvort net eða dúk, grauturinn hristur á iienni, svo að trefjarnar flækist sem mest saman, og vatnið látið síga frá trefjunum. Á þann hátt myndast samanhang- andi trefjaþynna, sem er pressuð og þurrkuð. í fyrstu var kínverski pappírinn ólímdur, en síðar lærðist Kínverjum að líma hann með klístri. Hann var þunnur til jaðranna, og má því gera ráð fyrir, að pappírsefnið hafi verið tekið upp á dúk, sem ekki var spenntur í ramma. Sennilega hafa menn haldið dúknum í sundur með höndun- um.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.