Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1949, Blaðsíða 26

Náttúrufræðingurinn - 1949, Blaðsíða 26
72 N ÁTTÚRUFRÆÐIN GURINN vera. Mestur hluti alls gervisilkis, sem framleitt er í heiminum, er t. d. úr sellulósa. Hann er einnig notaður í sprengiefni og lökk, hin svonefndn sellulósalökk, filmur, mótanleg efni og margt annað, er eigi verður talið hér. VIII. Framleiðsla pappírs. Áður en pappír er gerður úr hinum trefjakenndu efnum og þeim öðrum efnum, sem notuð eru í hann hverju sinni, er búinn til úr þeim þunnur og samfelldur trefjagrautur. í því skyni eru hráefnin tætt í sundur í sérstökum áhöldum, sem nefnd eru „hollendingar“, og þeim blandað vandlega saman. í trefjagrautinn er blandað lit- andi efnum, ef lita á pappírinn, litlu einu af bláum lit, ef hann á að verða mjallhvítur, fylliefnum, ef nota á slík efni, og eru þar á meðal kaólín, talk, þungspat, gips, asbest, sterkja, einnig „lím“, ef framleiða á slíkan pappír. Fylliefnin eru notuð Itæði til þess að gera pappírinn þyngri í sér og til þess að fylla öll liolrúm, sem verða á milli trefjanna. Er ekki hægt að fá slétt yfirborð á pappír, nema notuð séu fylliefni í hann. Oft er nauðsynlegt, að yfirborðið á pappírnum sé sem sléttast, t. d. þegar prentað er á hann með fín- gerðum myndamótum. Stundum eru fylliefnin notuð til að fá papp- írinn algerlega hvítan. Mjög er það misjafnt, hversu mikið er notað af steinefnum í pappír, sumar pappírstegundir innihalda jafnvel yfir 30%, en aðrar sáralítið eða alls ekkert. Lím það, sem notað er til framleiðslu pappírs, er ýrniss konar beinalíin, kaseín, plöntu- slím, en einkum þó svonefnt harpixlím, sem er uppleysanleg liarpix- sápa. Er upplausn hennar blandað í pappírstrefjárnar, en að því búnu er hellt í trefjagrautinn alúminíumsúlfati og því blandað saman við hann. Fellur þá út óuppleysanleg alúminíumharpixsápa, sem sezt í smáögnum á pappírstrefjarnar. Þessar smáagnir hafa enga eða aðeins sáralitla límandi eiginleika. En þegar pappírinn er þurrk- aður, hálfbráðna þær og límast þá saman. Límið gerir livort tveggja í senn, að festa trefjarnar saman, svo að pappírinn trosnar síður í sundur, og gera pappírinn miður hæfan til að sjúga í sig vökva, t. d. blek. En ólímdur pappír sýgur mjög í sig vökva, svo að ókleift er að skrifa á hann með bleki, það dreifist um of úr blekstrikunum. Allur skrifpappír er því mikið límdur, flestur prentpappír einnig, þótt minna sé, en þerripappír og annar slíkur pappír er lítið líindur. Efnin, sem notuð eru til að lita pappír, eru aðallega tjörulitar-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.