Náttúrufræðingurinn

Årgang

Náttúrufræðingurinn - 1949, Side 31

Náttúrufræðingurinn - 1949, Side 31
FUGLAR í BREIRAFJARÐAREYJUM 77 sem fjölskyldan getur náð í ferskt vatn daglega og unginn á hægra með að ná til fæðunnar, á grunnsævinu, meðan hann er að þroskast. Ein og ein kolla heldur þó tryggð við varpstöðvarnar, en unginn virðist þrífast illa við eyjarnar, ef þurrkatíð er. Æðarfuglinn er staðfugl, sem fer ekki úr Breiðafirði, þó að kalt blási. En mjög kreppir að honum í hörðum vetrum, er fjörðinn leggur ísum til muna. Hann situr þá meðan sætt er — og lengur — á auðum vökum og álum, kaldur og hálfsoltinn, og verður unnvörp- um vörgum að bráð. Æðarkóngur hefur sézt í eyjunum, en er mjög sjaldgæfur. Hann er auðþekktur frá æðarblikanum á „kórónunni“, sem hann ber á höfðinu, og allur er liturinn skrautlegri. Æðardrottningin er eitt- hvað minni en æðarkol lan, en í fljótu bragði er hún ekki auðþekkt frá ungri kollu. Stiokkönd (oft kölluð vatnsönd) er algeng, en verpur þó livergi svo mikið, að til nytja sé. Hún er staðfugl og verpur fugla fyrst á vorin. Hún gerir sér alldjúpt hreiður úr grasi og mosa í skorningum milli þúfna, stundum í meltopp. Eggin eru venjulega 8—10. Rauðhöfðaöndin er síðari árin álíka algeng og stokköndin. Fyrr- um var hún sjaldgæfari. Lifnaðarhættirnir eru svipaðir. Hún er stað- fugl að mestu leyti. Eggin 8—10. Urtönd er álíka algeng og rauðkollan. Hún er víst að mestu leyti íarfugl. Verpur í djúpum skorningum. Eggin 8—10. Hávella er algeng í eyjasundunum að vetrinum, og berst mikið á. Aðeins ber það við, að hún verpi í eyjunum. Eggin eru álíka mörg 02' framantalinna anda, en dekkri. Hún reitir af sér mikinn dún, sem gengur næst æðardún að gæðum. Litla-toppönd er algengur varpfugl í eyjunum. Hún á 12—14 egg, rjómagul að lit ogallstór. Varpstað r hennar eru margs konar: í opn- um hellisskútum, undir steinum, í skorningum milli þúfna, í lunda- holum og síðast en ekki sízt inni í húsum. Hlöður og önnur útihús, sem lítið er gengið um að vorinu, fá tíðum heimsókn af henni, ef hún finnur einhverja smugu til að smjúga inn um. Hún er spök og situr fast á eggjunum, en hættir til að yfirgefa hreiðrið að fullu, ef hún er rekin liastarlega af. Ungarnir komast fljótt á legg og eru svo fráir á fæti, að þeir hlaupa ofan á sjónum, ef þeir þurfa skyndilega að forða sér. — Hún er að mestu farfugl. Stóra-toppönd (gulönd) sést stökn sinnum að vetrinum, en verpur aldrei.

x

Náttúrufræðingurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.