Náttúrufræðingurinn

Årgang

Náttúrufræðingurinn - 1949, Side 6

Náttúrufræðingurinn - 1949, Side 6
52 N ÁTTÚRUFRÆÐIN GURINN Zink....................... 20 mg 5 mg 4 Bór ................... 2 mg 5 g 2500 Vanadín................ 3 mg 0,3 mg 0,1 Arsen ................. 0,1 mg 15 mg 150 Mangan ..................... 2 mg 5 mg 2,5 Flúor ................. 1 mg 1,4 g 1400 Bróm .................. 2,5 mg 66 g 26000 Járn ....................... 1 g3 50 mg 0,05 - 40 mg4 50 mg 1,3 Kóbolt................. 0,05 mg? — — Alúminíum.............. 1 mg 120 mg 120 Títan ................. 100 mg ----- — Radíum ................ 4x10-12 g 10-i° g 25 Efni þau í sjónum, sem mestu máli skipta um vöxt og viðgang lífveranna þar, eru talin í töflu I. Þar er borið saman magn þeirra í líkömum plantna og dýra sjávarins og í sjónum sjálfum. Hlutfallið þar á milli (f/e) gefur hugmynd um, liversu framboðið (f) er mikið á móti eftirspurninni (e). Hin takmarkandi efni eru sýnilega fyrst og fremst köfnunarefni og fosfór og — livað kísilþörungana snertir — einnig kísill. Járnið telst til hinna hvatandi efna, svo að hið litla magn þess er oftast nægilegt. Það kemur hér í ljós, að efnin, sem takmarka plöntugróðurinn í sjónum eru hin sömu og Jjau, sem oftast takmarka plöntugróðurinn á þurrlendinu, þ. e. köfnunarefni og fosfór. Moldin og sjórinn eru því ekki eins ólíkir aðsetursstaðir fyrir plöntugróður og í fljótu bragði virðist. Það er löngu vitað, að frjósemi moldarinnar fer mjög eftir gerla- gróðri hennar, og gerlagróðurinn í all's konar jarðvegstegundum er nú orðinn vel þekktur. Frjósemi sjávarins er á sama hátt vafalaust háð gerlagróðri hans, en jjekking manna á gerlunum í sjónum er ennþá tiltölulega skammt á veg komin. Rannsóknir á gerlurn í sjó. Eftir að menn höfðu veitt gerlunum athygli og mögulegt var orðið að sjá þá með hjálp smásjárinnar, fundu menn þá fljótlega í sjónum sem annars staðar. Þegar árið 1786 getur (). F. Múller þess, að hann hafi fundið örlitlar lífverur í Kielarfirðinum, og nefnir hann þær Volvox punttum. Lýsing 3) plöntusvff, 4) dýrasvif.

x

Náttúrufræðingurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.