Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1949, Blaðsíða 24

Náttúrufræðingurinn - 1949, Blaðsíða 24
70 NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN nota viðarslíp til framleiðslu pappírs. En vatnsbindingin getur einnig gengið of langt, ef ekki er rétt að farið við slípunina, og verður þá sá pappír, sem framleiddur er úr slíkum trefjum, hálf- gagnsær og óhentugur til prentunar. Meðan verið er að slípa viðinn, má fylgjast með því, hversu langt vatnsbindingin er komin, með því að taka slípið og kreista það á milli fingranna. Eru trefjarnar þeim mun liálli og slímkenndari, sem þær hafa tekið í sig meira vatn og bundið það, en jafnframt verður verra að kreista vatnið úr trefjun- um. Til eru einnig áhöld, sem nota má til að mæla þetta með tölu- verðri nákvæmni. Annar eiginleiki trefjanna er einnig rnikils virði: lengd þeirra. Því lengri sem þær eru, þeim mun betri eru þær til pappírsfram- leiðslu. Má liafa nokkur álirif á það, hversu langar þær verða, og er það einkum hitinn, sem þar kemur til greina. Til að fá sem lengstar trefjar er viðurinn slípaður við 50—70° C, og er það algeng- ast, en einnig má slípa við venjidegan liita. VII. Sellulósi, nauðsynlegt hráefni í allan pappír. Af trefjakenndum efnum var aðallega notaður hör fram á síðustu öid, eins og getið var hér að framan. Enn í dag er hör notaður, en í mjög smáum stíl. Hin trefjakénndu efni, sem nú eru notuð í pappír, eru nær eingöngu svonefndur sellulósi, sem stundum er nefndur hér á landi hinu villandi og lijákátlega nafni trjákvoða. Hann er kolhýdrat, eins og sykur og sterkja, og er mjög útbreiddur í jurtaríkinu. Hann er jurtunum til styrktar. Mun vera meira til af honum en af nokkru öðru h'frænu efni, og er áætlað, að þar sé bundin um 1100 billjón kg af kolsýru, en það er um helmingur allrar þeirrar kolsýru, sem til er í andrúmsloftinu. Er af því einu augljóst, liversu mikils virði það er fyrir allt líf á jörðunni, að sellu- lósinn safnist ekki fyrir og bindi þá enn meira af kolsýru, heldur klofni hann í sundur og úr honum myndist aftur kolsýra. En hin græna planta, sem inniheldur klórófyll í blöðum og stönglum, myndar sellulósann úr raka jarðvegsins og kolsýru andrúmsloftsins, sem er umhverfis hana. Og hagnýtir hún orku sólarljóssins til þeirr- ar framleiðslu, svo sem alkunnugt er. Sellulósinn klofnar í kolsýru og vatn fyrir áhrif ýmiss konar smáverugróðurs. Hreinn sellulósi er hvítt efni, og er baðmull tiltölulega hreinn sellulósi. Trjáviður inniheldur mikið af trefjakenndum sellulósa,
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.