Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 1949, Page 44

Náttúrufræðingurinn - 1949, Page 44
90 NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN Það er eftirtektar vert, að — eins og fram kemur á töflunni — er straumur í vestanverðum ósnum til suðurs, út úr Lambhagatjörn, öfugt við það, sem við var að búast samkvæmt fyrri athugunum. En miklum mun meiri reyndist þó straumurinn inn i tjömina með austurlandinu, svo að alls mældust renna inn í hana fullir 200 lítrar á sekúndu að frá dregnu }:>ví, sem út úr henni rennur. Öfugstreymið í vestra helmingi óssins mun aðeins vera hringiða innan við eyrarodda. Eyrin vestan óss var að þessu sinni litlu sem engu hærri en ísflöturinn á vatninu og auk þess svo liulin klaka og snjó, að ekki var glöggt að sjá, hvar hún endaði og ósinn tók við. Ég mun því ekki hafa hitt á að leggja vakalínuna yfir ósinn þar, sem hann er mjóstur, lieldur mun hún liafa lent nokkru innar (norðar). Ætla má, að í mestu þrengslunum liggi straumurinn inn um ósinn landa á milli. Eftir þessa atliugun tel ég fullsannaða þá kenningu, sem Ólafur Friðriksson liélt fyrstur fram og nánar var skýrð af Pálma Hannes- syni og á svipaðan liátt af Geir Gígju, að vatn streymi stöðugt úr Kleifarvatni inn í Lambhagatjörn (nema þegar hún er þurr), sígi þar niður og renni burt neðanjarðar.

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.