Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1949, Blaðsíða 10

Náttúrufræðingurinn - 1949, Blaðsíða 10
56 NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN stað hvert á eftir öðru, getur gerlafjöldinn reynzt mjög mismunandi, munað allt að i50%. Þetta hefur verið skýrt þannig, að gerlarnir séu ekki dre'fðir jafnt um sjóinn, heldur séu þeir þar í smátorfum. Sams konar fyrirbrigði hefur og komið í Ijós við talningar á öðrum tegundum svifs í sjónum. Gerlarnir i botnleðjunni. Af öllum ijölda plantna og dýra í sjón- um er það aðeins sáralítill liluti, sem fluttur er þaðan í burtu af mannavöldum. Meginhlutinn deyr í sjónum og leifarnar falla liægt og hægt til botnsins. Má segja, að þar rigni stöðugt föstum efnum, bæði lífrænum og ólífrænum, sem safnast fyrir og mynda botnleðj- una. Þarna er því mikið verkefni fyrir rotnunargerlana, alveg á sama hátt og í gróðrarmoldinni, enda er leðja þessi oftast mjög gerla. rík. Ekki er það nú samt svo að skilja, að starfsemi rotnunargerl- anna í sjónum sé bundin við botnleðjuna aðeins. Smáagnir lífrænna leifa geta svifið í sjónum langan tíma, og gerlarnir geta leyst þær upp áður en þær ná til botnsins. Lloyd hefur einmitt hent á, að á slíkum föstum ögnum, sem svífa í sjónum, sé alltaf nokkuð af rotn- unargerlum. Russel rannsakaði botnleðju í Miðjarðarhafi skömmu fyrir síð- ustu aldamót. í Napólíflóanum var gerlafjöldinn í botnleðjunni: á 30 m dýpi 300.000 í 1 g . 200 - - 25.000 - - - - 1100 - - 25.000 - - - Á öðrum stað í Miðjarðarhafi reyndist gerlafjöldinn í botnleðj- unni á 1100 m dýpi 24.000 í 1 g. Svipaðar niðurstöður og þessar lrafa fengizt annars staðar (Drew 1912., Waksman og Reuszer 1932 o. fl.). Við rannsóknir sínar á gerlagróðri sjávarins við strendur Kali- forníu gerði ZoBell einnig gerlatalningar á botnleðju. Á töflu III er sýndur gerlafjöldinn í 5 sýnishornum af botnleðju á 1200 m dýpi, 10 mílur frá ströndinni. Eru hér aðeins taldir loftháðir gerlar. Eins og taflan sýnir, þá er gerlagróðurinn mestur efst í leðjunni, 96—220 þúsund í 1 g en minni, þegar neðar dregur, 15—43 þúsund á 10 cm dýpi. Á 27 öðrum stöðum, sem ZoBell rannsakaði, var gerlafjöldinn í botnleðjunni 12.000 til 38.000.000 í 1 g. Mestur var gerlafjöldinn þar sem sjávardýpið var rninnst.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.