Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 1949, Page 35

Náttúrufræðingurinn - 1949, Page 35
FUGI.AR í BREIÐAFJARÐAREYJUM 81 hinn versti vargur, sem kemst í varplönd. Hann hirðir bæði „motur og mey“. Byrjar á kollunni og endar á eggjunum. Ekki var liann skotinn, meðan ég þekkti til í eyjunum, en reynt var að fæla hann frá varplöndum með því að bræla þangi, þara og öðru, er sterka lykt lagði af, og virtist það bera nokkurn árangur. Annars er hinn klóguli konungur fuglanna engan veginn svo styggur né var um sig, sem margir vilja vera láta. Það er oft ofur auðvelt að fá hann í gott skotfæri. — Nú segja fræðimenn, að tvenn eða þrenn arnarhjón séu til á öllu landinu. Undarlega ört hefur honum fækkað síðasta áratug- inn, ef það er rétt. Það eru ekki meira en 9—10 ár síðan, að ég þekkti vel til þar, sem þrenn arnarhjón urpu í sarna fjallinu og komu upp sínum unganum hvert. Annars má geta þess urn örninn, að þótt liann sé svo skæður varg- ur, sem að framan er sagt, þá er það fremur sjaldgæft, að hann sæki mjög í' varplönd á vorin eða leggist á unglömb um sauðburðinn. Hann er spakur við hreiðrið, sé hann ekki áreittur. Og þeim fáu einstaklingum, sem eftir eru í landinu, ætti sannarlega að reyna að forða frá tortímingu. Helsingjar eru algengir förufuglar haust og vor, en verpa hvergi í eyjunum. Margæs er álíka algeng og helsinginn. Heyrt hef ég, að ein lijón hafi orpið í Skáleyjum fyrir fáum árum, en veit ekki sönnur á jiví. Grágæs sést stöku sinnum. Ein hjón munu hafa orpið í Hvallátr- um s.l. vor. Snœugla hefur sézt í eyjunum, en aldrei orpið þar. Brandugla er ekki fátíð á síðustu árum, en ekki mun hún hafa orpið þar. Bláhrafn (Færeyjahrafn) sást að vetrarlagi fyrir allmörgum árum í Skáleyjum, annars er hann mjög sjaldséður. Vepja heimsækir stundum eyjarnar, einkum snemma á vorin. Svartþröstur hefur sézt stöku sinnum. Gráþröstur hefur einnig sézt, en sjaldgæfari. Svala sést einstöku sinnum. Þegar fimm síðasttaldir fuglar sjást, eru þeir á stjórnlausum flækingi og vita ekkert, hvað þeir eiga af sér að gera. Sennilega gefa þeir allir upp öndina, áður en þeir komast aftur til sinna réttu heimkynna. Svartfuglarnir: langvia, stuttnefja, álka \og haftyrðiíl, eru algengir við yztu eyjarnar á Breiðafirði síðari hluta sumarsins — haftyrðill- G

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.