Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1952, Síða 55

Náttúrufræðingurinn - 1952, Síða 55
Sigurður Þórarinsson: Skýrsla um Hið íslenzka náttúrufræðifélag 1947—1949 Á aðalfundi Hins íslenzka náttúrufræðifélags 9. febr. síðastliðinn var sú ákvörðun tekin, að skiýrslur félagsins frá og með 1947 skyldu birtar í Náttúrufræðingnum, en hætt við útgáfu skýrslu i því formi, sem verið hefur hingað til. Með því að Náttúru- gripasafnið er orðið ríkisstofnun, er fallin úr gildi aðalástæðan fyrir þvi að gefa skýrslu félagsins út sem sérstakt rit, og þótti því einlegast að birta hana í Náttúrufræðingnum, sem nú er orðinn félagsrit. Hér fara á eftir sameiginleg skýrsla og reikningar áranna 1947—1949. Er hvort tveggja nokkuð stytt og samandregið frá því, sem verið hefur. Ætlunin er, að skýrsla og reikningar áranna 1950—1952 birtist í fyrsta hefti næsta árgangs, og siðan verði skýrslan birt árlega i fyrsta hefti hvers árgangs. Félagsmenn Árið 1947 létust þessir menn:* Magnús Björnsson, náttúrufræðingur (kjörfélagi), Peter L. Mogensen, lyfsali, Pétur G. Guðxnundsson, bókbindari og Steinþór Sigurðsson, mag scient. Fimm menn sögðu sig úr félaginu á árinu, en tiu gengu i það. í árslok 1947 var fjöldi félagsntanna: Heið- ursfélagar 3, kjörfélagar 2, ævifélagar 118 og ársfélagar 157. Félagsmenn alls 280. Árið 1948 létust þessir félagsmenn: Bjarni Jónsson frá Unnarholti, fyrrv. bankastjóri, Guðni Guðjónsson, mag. scient., Gunnlaugur Claessen, dr. med., Matthías Einarsson, yfirlæknir, Steingrimur Matthías- son, læknir, og Sveinbjörn Benediktsson, skrifari. Tveir sögðu sig úr félaginu og tveir gengu í það. í árslok 1948 var fjöldi félagsmanna: Heiðursfélagar 3, kjörfélagar 2, ævi- félagar 118 og ársfélagar 151. Félagsmenn alls 274. Árið 1949 létust þessir félagsmenn: Gunnlaugur Kristmuudsson, sandgræðslustjóri, Heigi Pjcturss, dr. phil. (heiðursfé- lagi), Kári Sigurjónsson, fyrrv. alþingismaður, Kristján Bergsson, framkvæmdarstjóri, og Páll Eggert Ólason, dr. phil. Þrír sögðu sig úr félaginu, en fjórtán gengu í það. Fimm menn voru kjörnir heiðursfélagar á árinu. í árslok var fjöldi félagsmanna: Heiðursfélagar 7, kjörfélagar 2, ævifélagar 115 og ársfélagar 157. Félagsmenn alls 281. Félagatal verður væntanlega birt næsta ár. * Auk þeirra, sem getið er í skýrslunni fyrir árið 1946, létust á því ári eftirtaldir fé- lagsmenn: Árni Þorvaldsson, cand mag., Guðmundur Bergsson, fyrrv. póstfulltrúi, Guð- mundur Hannesson, prófessor, og Guðmundur Jónsson, skipstjóri.

x

Náttúrufræðingurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.