Náttúrufræðingurinn - 1953, Blaðsíða 4
146
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN
skýjanna og allt, sem viðkemur sjálfum meistaranum, jafnvel lífs-
venjur hans, er túlkað, rætt og lýst í lærðum verkum. Og svo eru
aftur hinir, sem segja að hann hafi að vísu verið merkilegur maður
á sínum tíma, en „hafi ekki sýnt neina snilligáfu í frumlegri vísinda-
legri vinnu“, „hafi haft lítið vit á lágplöntum“ og hafi verið „maður
miðaldanna fremur en nútímans11, svo nokkur atriði séu tilfærð úr
ummælum í nýútkominni grasafræði.1)
Fyrst ber að geta þess, að persónuleiki Linnés hlýtur að hafa verið
sérlega heillandi. Út úr myndum af honum á gamals aldri skín skap-
gleðin, eða maður ætti kannski að segja ánægjan. Og þetta glaðlyndi
kemur fram í öllu, sem hann skrifar, persónulegur stíll hans kemur
jafnvel fram í athugasemdum, sem nemendur hans hafa skrifað upp
eftir honum. 1 frásögn þætti slíkur stíll umtalsverður á vorum tímum.
Það hefur hann auðvitað verið i enn ríkari mæli, borinn saman við
skraufþurrt og rembingslegt orðagjálfur 18. aldarinnar. Jafnvel þegar
hann er orðinn gamall og sjúkur, og lýsir hörmungum sinum, er eins
og skoptónninn í bréfunum brjótist gegnum harmatölumar. Jafnvel
þegar hann verður að leika með i remhingshættinum, eins og t. d. í
eftirfarandi áletrun (til konungs og drottningar), sem finnst í inn-
gangi Species Plantarum, kemur hann sérkennum sínum að: „Ty hör
ock skall denne Vetenskaben tafla med alla andra minnesmárken, at
göra EDRA MAJESTETERS namn odödehga, dá den inpráglar den
i Naturens egen bok, som árligen ányo uplágges . . . “.
Linné var álitin stórmenni af samtíð sinni; þetta vissi hann og
lagði enga dul á það. En þetta kom svo ljóslega fram og með svo
bamslegri ánægju, að það er varla hægt að hneykslast á því, að
minnsta kosti ekki nú, þegar svo langt er um liðið. Sagan um grasa-
ferðir hans í grennd við Uppsali er einkennandi fyrir hann. Hann
lagði þá af stað með allan stúdentahópinn, en í broddi fylkingar
vom fánaberar og lúðurþeytarar, og þegar kvölda tók kom öll hers-
ingin heim í skrúðgöngu. J>etta fór í taugarnar á mörgum háskóla-
mönnum, og yfir því var kvartað, að háskólamun væri óvirðing
ger með þessu athæfi. Og auðvitað varð hann að láta í minni pokann.
En skemmtilegur kennari hlýtur hann að hafa verið.
Auðvitað leiddi þetta til þess, að margir áhugalausir stúdentar
flykktust kringum kennarastól hans og skiptir það engu máli, þegar
um vísindalegan hróður hans er að ræða. Það getur vel verið, að hann
1) Reed: A short history of the plant sciences. Þó ber að geta þess, að það er
margt hlýlegt sagt um Linné i sama verki.