Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 1953, Page 9

Náttúrufræðingurinn - 1953, Page 9
Trausti Einarsson: Athugasemdir við rannsókn Sigurðar Þórarins- sonar á myndun Hverfjalls Um Hverfjall skrifaði ég greinarkorn í þetta tímarit 1948. Á síðast- liðnu ári flutti tímaritið langa ritgerð um sama efni eftir ritstjórann, dr. Sigurð Þórarinsson, og stuttar athugasemdir hafa síðar komið í timaritinu. Mætti því virðast svo, að nóg væri skrifað um þetta efni hér að sinni, jafnvel meira en nóg. Ég hefði og kosið að þurfa ekki að fjalla frekara um Hverfjall í bili, þar eð önnur verkefni eru vissu- lega meir aðkallandi. En það er skemmst frá að segja, að Sigurður hefur fjallað um þetta mál af svo miklum misskilningi og auk þess beint ýmsum orðum í grein sinni þannig til mín, að ég tel rétt að gera nokkrar athugasemdir. Vil ég þá fyrst rekja gang hinna síðari Hverfjallsrannsókna í sem stytztu máli. Þvi hafði lengi verið trúað, að Hverfjall hefði orðið til í geysimiklu sprengigosi einhverntíma eftir ísöld. Um ýtarlegar rannsóknir var yfir- leitt ekki að ræða, en skýringin var nærtæk. Sigurður gefur greinar- góða lýsingu á þessum fyrri rannsóknum og er óþarft að endurtaka hana. Grein mín 1948 bregður upp allt annarri mynd af Hverfjalli. Ég benti á, að hvorki mundi hafa verið um kraftmikið gos að ræða, né heldur hefði það orðið eftir ísöld, þar sem jökull hafi gengið yfir Hverfjall. í þriðja lagi setti ég fram nýja skýringu á myndun fjalls- ins. Að haki henni lá það, að ég tel mig hafa gengið úr skugga um, að sumt af íslenzka móberginu (í grein minni stendur sumt, en ekki mikið, eins og Sigurður hermir) sé komið upp í sérkennilegum gos- um sem grautur úr muldu gleri og hraunmolum, grautur, sem varð til úr þykkfljótandi hraunleðju á leiðinni til yfirborðsins. Leðjan hef- ur, að ég tel, að miklu leyti kvarnast i smáa mola, rétt eins og t. d. asfalt getur ýmist runnið eðlilega eða kvarnast, allt eftir meðferðinni. Hraunleðja er mjög misþykk eftir hitastiginu og þá er það á engan hátt torskilið, að hún geti stundum verið svo þykk, að hún öðlist þann

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.