Náttúrufræðingurinn - 1953, Síða 10
152
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN
eiginleika mjög þykkfljótandi efna, að renna ýmist eða molna, eftir því,
hve hún verður fyrir miklu átaki, enda tel ég, sem sagt, að í móberg-
inu finni maður dæmi um framleiðslu á svona kvörnuðu efni.
Mér virtist nú við athugun á Hrossaborg, að þar mundi einmitt
hafa komið upp svona grautur. 1 kraftlitlu gosi hefði fyrst myndazt
kúfur úr þessu efni, en miðjan siðan hrunið niður i kverkina aftur
og hringgarðurinn þá orðið eftir. Sagði ég einnig, að sennilegast þætti
mér, að þessi skýring ætti jafnframt við um Hverfjall, en aðstæður
til rökstuðnings eru þar mun erfiðari en í Hrossaborg. S.Þ. hefur lítt
eða ekki tekið til greina rök mín fyrir þessari skoðun, en hefur mis-
skilið sumt.
Svo vikið sé að Hverfjalli er rétt að rifja upp gerð þess í fáum
orðum. Það er hringlaga garður, um 1 km í þvermál og 90—150 m
hár, miðað við umhverfið. Garðurinn er gerður úr lagskiptu móbergi,
yfirleitt fingerðu, og hallast lögin alstaðar út, um 25° eftir mælingu
S. Þ. Á þessu móbergi er þekja af sandi, möl og stórgrýti úr basalti,
sem ekki er orðið til úr sömu eldleðju og móbergið, og telst þvi að-
komuefni. Stærstu steinar eru um mannhæð á hvern veg. Þessa þekju
taldi ég vera jökulruðning og sýna það, að jökull hefði gengið yfir
Hverfjall á sínum tíma.
Aðeins á fáum stöðum innan á garðinum grisjar í móbergið undir
ruðningnum, en þannig verður þekjan nefnd hér eftirleiðis.
Móbergið í garðinum er upprunaleg gosmyndun, efni, sem komið
hefur upp á staðnum, beint úr eldleðju, og hlaðizt hefur upp kringum
gígkverkina. En það taldi ég að hefði ekki getað orðið í kraftmiklu
sprengigosi. f slíkum gosum, eins og Öskjugosinu 1875 eða í vikur-
útblæstrinum í upphafi síðasta Heklugoss, hleðst ekki upp brattur
garður eða gígveggur kringum kverkina, heldur dreifist efnið miklu
jafnar yfir geysivíðáttumikið svæði. Þannig mundi og hafa farið við
Hverfjall vegna smæðar efnisins.
S.Þ. misskilur hvað ég á við með kraftmiklu sprengigosi og sleppir
jafnvel þessu lýsingarorði, þegar hann vitnar í ummæli mín, þar sem
það er notað og má ekki falla niður. Hann nefnir Heklugíga eins og
Axlargíg sem dæmi um það, að grannir garðar verði til í sprengigos-
um, en gætir þess ekki, að þar var einmitt ekki um kraftmikil sprengi-
gos að ræða, eins og ég nota orðið. Otblásturinn í upphafi Heklugoss-
ins var ótvírætt kraftmikill; þá þeyttist vikur og aska tugi kílómetra
í loft upp og dreifðist viða vegu, án gíggarðsmyndunar. En í saman-
burði við það voru síðari sprengingar, sem hlóðu upp garðana á 3—4