Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1953, Síða 12

Náttúrufræðingurinn - 1953, Síða 12
154 NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN riti, samtals 45 bls., og loks kom sú grein út sérstaklega sem Miscel- laneous Papers Nr. 4 (þ. e. ýmis rit), gefin út af Náttúrugripasafn- inu í Reykjavík. Ég mun nú í því, sem hér fer á eftir, ræða um rannsókn S.Þ. og rökfærslu viðvíkjandi uppruna Hverfjalls, en þar gætir, eins og ég hefi þegar gefið í skyn, margvislegs og furðulegs misskilnings. Það, sem að mestu leyti veldur ályktunum hans, er áðurnefnt 2 —3 m jarðlag norðan Hverfjalls. Þetta er allhörð móhella (S.Þ. kall- ar hana túff), sem fljótt á litið gæti minnt á æðigamalt móberg, en Sigurður komst að raun um að hún hvílir á moldarjarðvegi, sem í er hvítt áberandi öskuleg, er hann telur sig þekkja og vita aldur á. „Þarna var þá loks fundið postglacialt öskulag nógu þykkt til að geta samsvarað sprengigosi því, er myndaði Hverfjall. Og grunur minn, að þessir stabbar [þ. e. veðrunarleifar af móhellunni] væru raun- verulega úr Hverfjalli, varð að vissu, er ég sumarið 1951 athugaði nánar svæðið milli Jarðbaðshóla og Hverfjalls“, segir Sigurður (bls. 149). Auk þessa telur hann, að bygging fjallsins beri það með sér, að það sé myndað í sprengigosi, en sprengigos virðist þýða eitthvað mjög kraftmikið og er ekki skýrgreint nánar. Helztu röksemdir og ályktanir Sigurðar eru á þessa leið: Móhellu- lögin áðurnefnd stafa frá gosi í Hverfjalli Það sést af því, að þau eru að mestu gerð úr glerögnum, eins og móbergið í fjallinu, og brot- hlutfall ljóss er eins í hvorutveggja glerinu. f lögunum er enn fremur talsvert af basaltvölum og kornum sömu gerðar, en smærri en í ruðn- ingnum á Hverfjalli. Móbergið i fjallinu inniheldur einnig slíka að- komusteina, smáa og stóra, af sömu gerð og ruðningurinn. Gosefnin voru þannig sambland af móbergsglerögnum og aðkomusteinum og til þeirra má rekja bæði efni fjallsins og efni móhellunnar. 1 mó- hellunni verður vart smækkunar á kornastærð eftir því sem fjær dreg- ur Hverfjalli, eins og vænta má, þegar efnið er þaðan komið. Ruðn- ingshjúpurinn á fjallinu er eftirstöðvar eftir veðrun móbergsins, en ekki jökulruðningur. Þetta er að sjálfsögðu samanþjappað hjá mér, en ég ætla þó, að hér komi öll helztu rökin fram. Um þessa rökfærsl.u er það að segja, að hugmyndin um veðrunar- hjúp á fjallinu stangast á við hinn lága aldur gossins, eins og síðar mun verða ljóst. En sérstaklega er þó þess að gæta, að Sigurður til-

x

Náttúrufræðingurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.