Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1953, Blaðsíða 21

Náttúrufræðingurinn - 1953, Blaðsíða 21
ATHUGASEMDIR UM MYNDUN HVERFJALLS 163 ekki betur séð, en að þessi hluti Námafjalls hljóti að hafa áður verið hluti af láglendinu, en hafi spyrnst upp í núverandi hæð, er jarð- raskið varð, eftir myndun móhellunnar. Af dreifingu jarðhitans um móhellusvæðið og því, hvemig hann fylgir hinum ungu brotalömum, liggur nærri að ætla, að hann sé blátt áfram til orðinn við jarðraskið. Ef aldursákvörðun S.Þ. á mó- hellunni er rétt, en það hefi ég enga sérstaka ástæðu til að véfengja, þá væri jarðhitinn hér ekki eldri en 1500—2000 ára, ef til vill yngri. Af þeirri lýsingu, sem ég hefi gefið á móhellunni, er það ljóst, að þótt S. Þ. komist svo að orði, að „Við nánari athugun sést, að hér er um upprunalegt (primert) vúlkanskt túff að ræða“ (bls. 148), þ. e. að móhellan sé gosaska, og „grunur minn, að þessir stabbar væru raunverulega úr Hverfjalli, varð að vissu, er ég sumarið 1951 athug- aði nánar svæðið milli Jarðbaðshóla og Hverfjalls“ (bls. 149, letur- breytingar mínar), þá hefur athugun hans verið æði-lausleg, þar sem hann hefur ekki séð neitt af þeim einkennum móhellunnar, sem að framan er lýst og blöstu við mér, og ýmist benda á eða sanna hið gagnstæða við ályktun hans. Ég mun nú athuga nokkuð veigaminni atriði. Hvernig ætli að það standist, sem Sigurður staðhæfir, að korna- stærð í móhellunni fari smækkandi með fjarlægð frá Hverfjalli? Ég gat ekki séð, að kornastærð breyttist reglulega með f jarlægðinni, þvert á móti koma t. d. fyrir mun fíngerðari lög á stað, sem lýst er undir 7) en á fyrsta athuganastað mínum. Á hinn bóginn er það rétt, að syðst á svæðinu er talsvert af grófara efni, sem maður sér ekki norð- ar. En á því geta auðvitað verið til fleiri skýringar en að efnið sé komið úr Hverfjallsgosi. 1 því sambandi skal minnzt á skylt atriði. Á suðursvæði móhell- unnar tekur að bera talsvert á finni möl ofan á móhellunni. Hér er um að ræða sams konar steinvölur og þarna finnast í móhellunni sjálfri. Af því dregur S.Þ. þá ályktun, að mölin sé eftirstöðvar af veðrun móhellunnar. En hann athugar ekki, að völurnar eru svo dreifðar í móhellunni, að fleiri tuga metra þykkt móhellulag mundi hafa orðið að eyðast til að skapa malarlagið, en ekkert bendir á svo mikla upphafsþykkt. Eftir mínum athugunum kemur ekki til mála, að malarlagið sé veðrunarlag, nema að litlu leyti. Það er blátt áfram aðflutt, að sínu leyti eins og móhellan sjálf. Það er fínmöl, sem vind- ur feykir inn yfir lægsta hluta móhellusvæðisins eftir að það var orð- ið þurrt og finni efni bundust ekki. Svona lög af fínmöl, sem vindur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.