Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 1953, Page 24

Náttúrufræðingurinn - 1953, Page 24
166 NÁTTtJRUFRÆÐINGURINN Hverfjalls. Hin fínmulda aska, sem umlykur gler og vikurkorn mó- bergsins og Sigurður minnist einnig á, virðist styðja skoðun mína, að efnið sé komið upp sem móbergsgrautur, og öskumélið sé orðið til við núning í honum. Hitt atriðið eru gufubólur í móberginu. Ég tók heim með mér tvö sýnishorn af Hverfjallsmóbergi, annað tekið efst í því, hitt neðst. f síðarnefnda sýnishorninu er talsvert af gufubólum (sjá nánar lýs- ingu síðar). Að slíkar gufubólur geti myndazt í haug af ösku, sem sáldrazt hefur úr lofti og bæði hefur kólnað og þornað og myndar í fyrstu gisin lög, er all-ósennilegt. En hafi efnið komið upp sem (mjög heitur) öskugrautur, er tilvera gufubólanna mjög auðskilin. í hinu sýnishorninu eru ekki gufubólur og sá munur er einnig á sýnishornunum, að það efra er fínlagskipt og nokkuð gisið, en það neðra er þéttpressaður ólagskiptur massi. Er því hugsanlegt, að sá munur sé einnig á upprunanum, að neðan til í gíggarðinum sé ösku- grautur, en ofan til aska, er féll in lofti. Ef kjami garðsins er mynd- aður úr móbergsgraut, tel ég lögun hans skiljanlega, þótt eitthvað af lausri fíngerðri ösku hefði bætzt við í lok gossins. Því miður tók ég ekki eftir gufubólunum fyrr en við athugun heima og get því ekki um það sagt, hve hátt þær ná í gíggarðinum. Það gæti verið næsta skrefið í athugun Hverfjalls að fylgja nákvæm- lega eftir breytingum í fínni gerð móbergsins neðan frá og upp úr. Eins gæti verið rétt að skoða betur lag, sem liggur innan á móberg- inu og hallar eins og hliðin. Ég gat þessa lags í fyrri grein minni, og ég kom að því í sumar, þótt S. Þ. segist eftir sína nánu rann- sókn, hvergi hafa séð slíkt lag. Honum til leiðbeiningar skal þess get- ið, að það sést vel úr svona 500 m fjarlægð og liggur um 10 m neð- an við staðinn, sem sýndur er á mynd 6 í grein hans. Rökin um myndun Hverfjalls eru enn ófullkomin vegna skorts á fullnægjandi þverskurði og vegna óhjákvæmilegrar eyðingar á ein- hverjum hluta efnisins. Um Hrossaborg sagði ég i fyrri greininni, að jafnvel þótt með hægari gosstarfsemi hefði orðið kraftmikill út- hlástur í lok gossins, sem mér þótti þó ekki sennilegt, væri nú, eftir verk jöklanna, engin von til að finna verksummerkin. Um þessi gömlu eldsumbrot hlýtur að ríkja nokkur óvissa, en eins og málin standa, held ég mig að fyrri skýringu minni, enda hefur enn ekkert komið fram, er hreki hana eða bendi á aðra, er mér sýn- ist aðgengilegri. S.Þ. hefur réttilega bent á eitt atriði i fyrri grein minni, sem ég hefi misskilið. Ég áleit melana austur frá Hverfjalli

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.