Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1953, Síða 45

Náttúrufræðingurinn - 1953, Síða 45
LAXAMERKINGAR 1947—51 185 fram í fersku vatni án þess að hafa farið í sjó, 9 (6.0%) eftir veru í sjó, 8 (5.3%) eftir einn vetur og 1 (0.7%) eftir tvo vetur. * Sogið. 1948 voru merktir 25 laxar í Soginu og var þeim sleppt í það aftur. Enginn þeirra hefur komið fram, svo örugglega sé vitað. Eins og áður getur, veiddist lax í ölfusá sumarið 1949, sem gæti hafa verið merktur í Soginu. Ef laxarnir, sem merktir voru i Soginu, eru lagðir við laxana, er merktir voru í Stóru-Laxá 1948, verða merktu laxamir 80 talsins, og komu 8 fram eða 10%. Séu hins vegar bornar saman merking- amar í Stóru-Laxá og Sogi 1948 og 1950 og endurheimtur, kemur í ljós, að af 176 merktum löxum komu 12 fram eða 6.8%. Lengdaraukning. Eins og áður getur em laxaseiðin 10—15 cm að lengd, þegar þau ganga til sjávar, en 50—65 cm, þegar laxarnir ganga aftur í árnar eftir eins árs veru í sjó. Vitað er um lengd á 19 löxum, sem merktir voru sem gönguseiði vorið 1947 og komu aftur sumarið 1948. Stytzti laxinn var 49 cm og sá lengsti 66, en meðallengdin 57.2 cm. Léttasti laxinn var 1.25 kg og sá þyngsti 3 kg, en meðalþyngdin var 2 kg. Upplýsingar um lengd og þyngd laxa, sem hafa verið lengur en eitt ár í sjó, em ófullkomnar, og verður þeim sleppt hér. Vitað er um lengdaraukningu hjá 41 laxi, sem merktir voru sem hoplaxar. Meðalaukning 28 laxa úr Elliðaánum er 7.9 cm eftir einn vetur í sjó. Meðal laxa merktra 1948 er hún 7.2 cm, og er samsvar- andi meðalaukning fyrir 1949 8.7 cm, 1950 5.3 cm og 1951 9.3 cm. Minnsta lengdaraukning var 3 cm og mesta 12.5 cm eftir einn vetur í sjó. Einn lax hafði verið í sjó i tvo vetur og hafði hann lengzt um 18 cm. Elliðaárlaxarnir, sem sleppt var í Flókadalsá og fram komu í Ell- iðaánum, höfðu lengzt um 5 cm að meðaltali og er það minna, held- ur en meðal laxanna, sem sleppt var í Elliðaárnar 1948. Lengdaraukning tveggja laxa, sem merktir voru úr Borgarfjarðar- ánum, og sem voru í sjó einn vetur, var 4 cm og 1.5 cm. En laxinn, sem veiddist þremur árum eftir merkingu, hafði lengzt um 21.5 cm. Lenging á 4 merktum löxum úr Stóru-Laxá er að meðaltali 8.8 cm eftir einn vetur í sjó.

x

Náttúrufræðingurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.