Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 1956, Page 15

Náttúrufræðingurinn - 1956, Page 15
Eysteinn Tryggvason: Jarðskjálftar árín 1954 o£ 1955 JA RÐSK JÁLFTAMÆLINGA R. Starfræksla jarðskjálftamæla í Reykjavík var óbreytt frá árinu 1953 (Náttúrufræðingurinn 1954 bls. 1). Mældust þar um 500 jarðhræringar árið 1954 en um 365 árið 1955. Mikill meiri hluti þessara hræringa átti upptök á íslandi, eða í næsta nágrenni þess, en úr rneira en 500 km fjarlægð mældust um 150 jarðskjálftar fyrra árið, en um 70 árið 1955. Þessi mikli munur á fjölda fjarlægra jarð- skjálfta stafar einkum af því, að árið 1954 voru jarðskjálftar tíðir á hafsbotni skammt vestur af Jan Mayen og um 550 km. norður af íslandi. Um 60 jarðskjálftar mældust frá þessum upptökum. Á Akureyri var settur upp jarðskjálftamælir sumarið 1954 og hófst starfræksla hans 13. júlí. Mældust þar um 90 jarðskjálftar árið 1954, en af þeim komu 57 á tímabilinu 20.—27. ágúst frá upptökum vestur af Jan Mayen, en 550—600 km norður frá Akureyri. Árið 1955 mældust um 70 jarðskjálftar á Akureyri. Annar mælir var settur upp í Vík í Mýrdal í júnílok 1955. Var sá mælir mjög ónákvæmur fyrstu mánuðina, en eftir viðgerð, sem fram fór seint í september reyndist hann sæmilega. í Vík mældust 6 jarðskjálftar þrjá síðustu mánuði ársins 1955. Jarðskjálftamælarnir á Akureyri og í Vík eru þeir sömu og starf- ræktir voru í Reykjavík allt til ársins 1952. Þeir eru ekki eins ná- kvæmir og æskilegt hefði verið, en koma þó að miklum notum við ákvörðun jarðskjálftaupptaka á íslandi. JARÐSKJÁLFTAR, SEM FUNDUST Á ÍSLANDI. Árið 1954 fundust venju fremur margir jarðskjálftar á landinu, en allir voru þeir vægir, og ekkert tjón hlauzt af völdum þeirra. Mestu jarðskjálftarnir komu 29. og 30. október og 21. nóvember og voru upptök þeirra allra á sömu slóðum í eða nálægt Innsta- dal í Hengli. Kunnugt er, að jarðskjálftar ltafi fundizt einhvers staðar á land-

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.