Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 1956, Page 17

Náttúrufræðingurinn - 1956, Page 17
JARÐSKJÁLFTAR ÁRIN 1954 OG 1955 79 1954. 4. janúar kl. 01 13 fannst talsverður jarðskjálftakippur á Húsavík. 27. maí kl. 07 37. Vægur jarðskjálfti í Grindavík. í Reykjavík mældust um 20 hræringar þennan dag, og voru upptök þeirra f 37—40 knt fjarlægð f suðvestri. 4. júní kl. 10 44 fannst vægur jarðskjálfti í Grindavik. Var þetta svonefndur „hverakippur", styrkleiki IV stig. 6. júni kl. 10 til 11 fundust jarðskjálftakippir í Norðurárdal í Borgar- fjarðarsýslu. 5. ágúst kl. 00 36 fannst greinilegur jarðskjálfti í Flóa í Árnessýslu. Upptök hans mældust í 37 km fjarlægð frá Reykjavfk. 22. ágúst. Tveir vægir jarðskjálftakippir á Húsavík, kl. 21 05 og 21 30. Styrk- leiki þess fyrra III—IV stig, en þess síðara III stig. 1. september fundust tveir jarðskjálftakippir á Siglufirði, sá fyrri III—IV stig kl. 02 45, en sá síðari IV stig kl. 04 49. 14. og 15. september fundust um 10 jarðskjálftakippir í Grindavík og var styrkleiki rnestu kippanna IV stig. Á Keflavíkurflugvelli fannst einn mjög vægur kippur. í Reykjavík mældust um 70 hræringar þessa daga og var fjar- lægðin til upptaka þeirra 40—45 km. 29. olttóber hófust talsverðir jarðskjálftar á Suðurlandi og voru þeir snarp- astir í Hveradölum á Hellisheiði, en litlu vægari í Hveragerði. í Hveradölum fundust um 60 kippir þennan dag og voru þeir snörpustu V stig, en 10 kippir fundust f Hveragerði, þeir snörupstu IV—V sdg. Mestu kippirnir, sem komu kl. 19 11, 20 25 og 20 27 fundust um mikinn hluta Suðurlandsundirlendisins og við sunnanverðan Faxaflóa, alls á um 7000 km2 svæði. 30. október fundust enn jarðskjálftar f Hveragerði og Hveradölum, og kl. 14 47 kom kippur, sem var svipaður þeirn mestu daginn áður og fannst á sama svæði. Um kvöldið voru tveir menn staddir í Innstadal í Hengli. Fundu þeir snarpan jarðskjálftakipp (V stig) kl. 22 32. Sá kippur fannst einnig í Hvera- gerði, en þar var styrkleikinn aðeins III stig. Af þessu, og því hvernig kippur þessi mældist í Reykjavík, má draga þá ályktun, að upptök jarðskjálftans hafi verið í eða mjög nálægt Innstadal og vart á meira en 5 km dýpi. 31. október fundust tvær vægar jarðhræringar 1 Hveragerði. 2. nóvember kl. 18 47 fannst lítils liáttar jarðhræring í Hveragerði. 6. og 7. nóvember fundust margar smáhræringar í Hveragerði. Einnig fannst jarðskjálfti í Villingaholti í Flóa þann 7. kl. 15 45. 19. nóvember um kvöldið fundust fjórar smáhræringar í Hveragerði og ein mjög væg í Villingaholti. 20. nóvember kl. 10 fannst vægur jarðskjálfti í Hveragerði og kl. 16 18 fannst væg hræring á Neistastöðum í Flóa. 21. nóvember um kvöldið fundust talsverðir jarðskjálftar á söntu slóðum og 29. október. Mestu kippirnir komu kl. 21 46, 22 24 og 22 25. Fundust þeir m. a. í Hveragerði, Alviðru í Ölfusi, Villingaholti í Flóa og Hveradölum. Voru tveir hinir fyrri talsvert snarpir, IV stig í Hveragerði og V stig f Hveradöl- um, en sá síðasd vægari. í Reykjavík fundust tveir síðustu kippirnir, en voru mjög vægir (II—III stig) og í Holtum í Rangárvallasýslu fannst vægur kippur

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.