Náttúrufræðingurinn

Ukioqatigiit

Náttúrufræðingurinn - 1956, Qupperneq 26

Náttúrufræðingurinn - 1956, Qupperneq 26
88 NÁTTÚRU FRÆÐINGURINN hingað til, eru athuganir Kristjáns Geirxnundssonar. Hinn 2. sept. 1936 sá liann ein stormmáfshjón með nýfleyga unga á leirunum við Akureyri. Foreldrarnir kölluðu sífellt á ungana og var mjög annt um þá og gerðu sig líklega til að verja þá. (Náttúrufr.,VII, 1937, bls. 91). Hinn 7. sept. 1937 sá Kristján aftur stormmáfshjón á sama stað með alveg nýfleyga unga. Þau rnötuðu þá og voru sífellt að verja þá fyrir hröfnum og stærri máfunum, sem þeim þótti vera of nærgöngulir við ungana. Segir Kristján, að þessi fjölskylda hafi dval- izt þar alllengi á leirunum (Náttúrufr., IX, 1939, bls. 172). Á veturna eru stormmáfar algengir alls staðar með ströndinni kringum Reykjavík, sérstaklega þó í Hafnarfirði og út með vestur- strönd Álftaness. Þar sjást oft allstórir stormmáfahópar (50 eða jafn- vel allt að 100 fuglar í hóp). í Reykjavík og nágrenni hef ég séð stormmáfa öðru hverju undanfarin sumur, frá því í maí og fram í september. Hafa þetta aðallega verið stakir, fullorðnir fuglar, sem hafa haldið sig á sömu slóðum langan tíma í einu. Árið 1954 var t. d. fullorðinn stormmáfur á sama stað við Skúlagötu í Reykjavík frá 26. júní til 23. ágúst. Fleyga unga hef ég aftur á móti aðeins tvisvar séð að sumri til: 17. ágúst 1953 voru 2 í hettumál’astóði við Bakkatjörn á Seltjarnarnesi, og 18. júlí 1955 var 1 við Skúlagötu. Loks vil ég geta þess, að dag einn í júlí 1954 sá Richard Zusie, bandarískur fuglafræðingur, 2 stormmáfa við Korpúlfsstaðahólma. Stormmáfurinn er tiltölulega auðþekktur fugl. Hann er líkastur ritu, en þekkist frá lienni á því, að vængirnir eru breiðari og hvítir í oddinn. Vængjatök stormmáfsins eru einnig hægari en ritunnar, og fæturnir eru grænleitir en ekki svartir eins og á ritu. Fullorðnir hettumáfar hafa rautt nef og fætur, og á öllum tímum árs eru væng- irnir hvítir á efra borði utan til. Silfurmáfur er mjög líkur storm- máfi á litinn, en liann er mun stærri 'fugl, næstum eins stór og svartbakur. Auk þess hefur silfurmáfur bleikleita fætur, og nefið er mun stærra en á stormmáfi, með rauðan díl framarlega á neðra skolti. Ungir stormmáfar minna allmikið á unga svartbaka, en eru auðvitað miklu minni. Sú deilitegund stormmáfs, sem hér er um að ræða (Larus canus canus L.) á lieima víða um norðanverða Evrópu. Aðrar deilitegund- ir eiga lieima í Asíu og vestanverðri Norður-Ameríku. Eins og nafnið bendir til, Hggur Korpúlfsstaðaliólnri undir Korpúlfsstaði í Mosfellssveit. Hólminn er skamnrt undan landi í
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.