Náttúrufræðingurinn

Årgang

Náttúrufræðingurinn - 1956, Side 40

Náttúrufræðingurinn - 1956, Side 40
100 NÁTTÚRUFRÆÐIN GURINN en áður, og mun liið óvenju hlýja sumar hafa valdið — C. pilulifera Dúnhulstrastör. — Var einnig óvenju stór- vaxin eystra og virtist algeng í Norðfirði. 3. í mýradrögum uppi í Hvannárhlíð á Jökuldal vex mikið af einkennilegri stör, sem virðist vera bastarður af Carex Lyngbyei og C. rigida. í blómaxi hrossanálar sást þarna víða lítill maðkur, grár, með svartan haus. 4. Hordeum jubatum í k o r n a b y g g . — Nýrækt að Merki á Jökuldal. 5. Cerastium glomeratum H n o ð a f r æ h y r n a . — Nýrækt að Skálafelli í Suðursveit og Tjörn á Mýrum í Hornafirði. Ófund- in áður á þeim slóðum. 6. Aegopodium podagraria Geitakál. — Sá það hér og hvar í Neskaupstað og nú nýlega hér í Reykjavík. Það var áður fundið í Fáskrúðsfirði, Mjóafirði, á Akureyri og Siglufirði og virtist hvarvetna sá sér og breiðast út. Mun hafa borist með Norðmönn- um til Austfjarða í fyrstu. Ekki getið í Flóru íslands. 7. Anthriscus silvestre Skógarkerfill. — Er einnig nýlegur í landinu, en breiðist nú út í Reykjavík og víðar. S. 1. sumar sá ég mikið af honum í kirkjugcjrðunum í Hnífsdal og að Stað í Súg- andafirði. 8. Lamium purpureum Akurtvítönn. — Breiðist ört út, einkum á SV.-Iandi. S.l. sumar var hún komin að Eiðum á Fljóts- dalshéraði og t. d. til Hnífsdals og Kinnarstaða á Vestfjörðum. 9. Achillea ptarmica Silfurhnappur. — Óx í nýrækt að Merki á Jökuldal. Lomatoganium rotatum Blástjarna og Gentiana nivalis Engjavöndur. — Mjög algeng á Jökuldal. 10. Á Bíldudal sá ég h ó f f í f i 1 (Tussilago farfara), krossfífil (Senecio vulgaris) og b 1 ó ð k o 11 (Sanguisorbia officinalis) í og við garða. Krossfífil einnig á Reyðarfirði. 11. Matricaria svaveolens Gulbrá. — Nemur stöðugt nýtt land. Sá hana í Sauðlauksdal og Hnífsdal á Vestfjörðum, Skjöldólfs- stöðum og Hofteigi á Jökuldal, Flatey á Mýrum í Hornafirði og í Breiðabólstaðahverfi í Suðursveit. Gulbráin fannst fyrst í Reykjavík um aldamótin, en hefur nú tekið sér bólfestu í öllum landsfjórðungum. Algengust í kaupstöðum suðvestan- lands.

x

Náttúrufræðingurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.