Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 1956, Page 52

Náttúrufræðingurinn - 1956, Page 52
112 NÁTT Ú R U FRÆÐINGURIN N Síðustu áratugina liafa franskir vísindamenn lagt inikla stund á að rann- saka ýmis þau fyrirbæri, sem á vísindamáli kallast periglacial, þ. e. fyrirbæri tengd þeim landssvæðum, er jaðra við jökla. Hér til lteyra fyrirbæri eins og jjúfnamyndun, rústir, melatiglar, jarðskrið (solifluktion) o. fl. Fyrirbæri Jressi liafa allmikla Jtýðingu fyrir jarðfræði og loftlagssögu miðevrópulanda, því Jregar jöklar liuldu norðausturhluta Evrópu á jökulskeiðum síðustu ísaldar voru Jiessi lönd „periglacial" og svipað umhorfs þar og nú er víða á íslandi. Forgöngumaður þessara rannsókna í Frakklandi er A. Cailleux, sem mun kunnur ýmsum licr á landi síðan hann dvaldist hér við rannsóknir sumarið 1937 (sbr. Nfr. 1947, bls. 35—39). Sumarið 1954 gerðu franskir vísindamenn út leiðangur lil íslands og hafði sá leiðangur aðalbækistöð í húsi Ferðafélags Akureyrar við Laugaíell, um 20 km NA af Hofsjökli. Tveir vísindainannanna, Corbel og Péguy, höfðu kornið ltingað haustið áður og farið norður um Sprengisand til að kynna sér staðhætti. P. Bout hafði og áður verið hér við rannsóknir, sumarið 1950, sem íyrr getur. Þátttakendur í leiðangrinum 1954 hafa nú í sameiningu sent frá sér mikla ritgerð. Er hún í fimm köflum. Fyrsti kaflinn fjallar um Jtað, hvers vegna Is- land var öðrum löndum fremur valið til rannsókna, og slðan er sögð ferða- saga leiðangursmanna. í öðrum kaflanum er rætt urn landmótun og landform, einkum á svæðinu l'rá Eyjafjarðarbotni suður að Hofsjökli; eru Jrar einkum raktar eldri skoðanir, án Jtess að höfundarnir taki yfirleitt afstöðu til þeirra. Þó lýsa Jteir því yfir, að Jreir hallist að skoðun undirritaðs um myndun Hver- fjalls, en það skal tekið fram, að skoðanir Jteirra, er á fjallið gengu, eru enginn hæstaréttardómur um myndun Jress. Þriðji kaflinn fjallar um loftslag á rann- sóknarsvæðinu og hin periglasíölu form. M. a. lýsa þeir fleygsprungnareitum, samskonar og lýst var í fyrsta skipti hérlendis í 4. árg. Jökuls. Virðast fleyg- sprungnareitir eða túndrutiglar vera algengir þarna um slóðir. Þeir birta heild- arkort af útbreiðslu periglasíamyndana (Jrúfna, rústa, melatigla o. s. frv.) í landinu og er Jrað kort harla ónákvæmt og næsta villandi, enda segjast höf. vonast til að geta bætt um Jrað kort síðar. Fjórði kaflinn fjallar um Hofsjökul. Þeir félagar komast að sömu niðurstöðu og A. Bauer í ritgerð í 5. árg. Jökuls, að Hofsjökull sé ekki „vasaútgáfa" af Grænlandsjökli, en líkist um margt fremur jöklum Alpafjalla. Útreikningar þeirra á „búskap" 1 'ofsjökuls virðast mér byggðir á ónógum mælingum. Fimmti kaflinn fjallar um Drangajökul, en Bout fór í ágústmánuði vestur í Kaldalón og dvaldist þar um skeið. Ég er ekki nógu staðkunnugur vestur Jtar til að geta dæmt unt það, sem Bout skrifar um jökulgarða í Kaldalóni og aldur Jreirra, en í síðari hluta fimmta kaflans ræðir Bout urn malarhjalla og aldur þeirra og er Jrar ýmislegt athyglis- vert. M. a. gagnrýnir hann þá skoðun unclirritaðs, að malarhjallarnir 1 40—50 m hæð séu mynclaðir á kuldaskeiðinu 9000—8000 árum f. Kr. og lelur Jaá myndaða á tiltölulega hlýju skeiði með mikilli jöklabráðnun. Yfirleitt er Jrekking okkar á sjávarstöðubreytingum og malarhjallamyndun enn svo mjög í molum, að Jrað er eitt af mest aðkallandi verkefnunum í kvarterjarðfræði íslands, að bæta J)ar eitthvað um. í formálsorðum biðja höf. afsökunar á meðferð sinni á íslenzkum örnefnum. Er það fallega gert og ekki gert að ástæðulausu. SigurÖur Þórarinsson.

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.