Náttúrufræðingurinn - 1966, Síða 7
Ndttúrufr. — 36. árgangur — 1.-2. hefti — 1.-96. síða — Reykjavík, des. 1966
Guðmundur Kjartansson:
Stapakenningin og
Fyrri skoðanir á myndun stapafjalla.
Á þremur stórum svæðum íslands er berggrunnurinn að mjög
miklu leyti úr móbergi og allur myndaður af eldgosum seint á ís-
öld, einkum síðasta jökulskeiðinu. Þetta eru móbergssvæði Norður-
lands, Miðsuðurlands og Suðvesturlands. Þau eru öll fjöllótt, og
fjöllin, sem eru úr móbergi með mismiklu ívafi af bólstrabergi, eru
tvenns konar að gerð: flest hryggir, en sum stapar.
Hryggirnir eru mjög ílangar hæðir — fjallgarðar eða tindaraðir
— og liggja innan sama móbergssvæðis allir í sömu stefnu, því sem
næst N—S norðanlands og NA—SV á báðum svæðunum hér syðra.
Hér verður ekki fjölyrt um þessa fjallgerð, en skal aðeins tekið
fram, að þær skoðanir um uppruna stapafjalla, sem hér verða nokk-
uð raktar, gamlar og nýjar, taka yfirleitt einnig til hryggjanna.
Staparnir, sem erlendir jarðfræðingar hafa nefnt tablemountains,
Inselberge o. 11. nöfnum, eru kistulaga fjöll, en grunnflötur þeirra
þó oft kringlóttur eða sporöskjulaga fremur en ferhyrndur. Hlíðarn-
ar eru brattar með hamrabrún efst umhverfis kollinn, sem er ýmist
flatur eða hvelfdur, stundum með gíg á hvirflinum. Efni þeirra er
móberg neðan til, oftast upp fyrir miðjar hlíðar, og innan um það
meira eða minna af bólstrabergi, en hamrabrúnin og kollurinn eru
úr basalthrauni, einu eða fleirum. Flest eða öll fjöll með einhlítri
stapagerð hér á landi eru sýnd á 2. mynd. Tveir hinir giæsilegustu
fulltrúar þessarar fjallgerðar eru Herðubreið á Mývatnsöræfum um
* Grein þessa samdi ég og liafði tilbúna til prentunar í 4. hefti Náttúru-
fræðingsins 1965. Et' þar kornst hún ekki að. Efni hennar, nær allt, hef ég
flutt í erindi í Vísindafélagi íslendinga í nóvember 1965 og í Hinu ísl. nátt-
úrufræðifélagi í apríl 1966, og um nokkrar helztu niðurstöður mínar ltefur
þegar verið getið í grein Sigurðar Þórarinsson „Sitt af hverju um Surtseyjar-
gosið" í sfðasta hefti þessa rits. — Guðm. Kj.