Náttúrufræðingurinn - 1966, Síða 8
2
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN
1. mynd. Herðubreið. Örvarnar benda á mót móbergsins og basaltþekjunnar. —
Ljósm. Páll Jónsson.
Fig. 1. The tablemountain Herðubreið. The boundary between the inóberg,
below, and flows of basalt, above, is indicated by arrows.
1000—1150 m há í'rá rótum (1682 m y. s.), og þó aðeins 20 km2 að
víðáttu (1. mynd), og Eiríksjökull, með samsvarandi mál 1000—1275
m (1675 m y. s.) og 90 km2, stærstur allra stapanna. — Þessari fjall-
gerð skal nú ekki lýst hér nánar, heldur vísað til fyrri greina um
það efni í þessu riti (Guðm. Kj. 1956, 1957 og 1964) og í Náttúru
íslands (Guðm. Kj. 1961).
Svo er um þessa fjallgerð, stapana, sem aðrar „gerðir“, að hún
bendir til sameiginlegs uppruna einstaklinganna, sem til hennar
teljast. Uppruni stapanna hefur verið skýrður á þrjá allólíka vegu:
1. Rofkenningin: Fjöllin hafa meitlazt fram við gröft vatna, jökla
eða jafnvel sjávar úr víðáttumiklu hálendi, sem var h. u. b. jafn-
hátt og brúnir fjallanna eru nú.
2. Misgengis- eða höggunarkenningin: Fjöllin eru ris (horstar),
þ. e. misgengnar jarðskorpuspildur, og fylgja misgengissprungurn-
ar hlíðum þeirra allt í kring.