Náttúrufræðingurinn - 1966, Síða 21
NÁTTÚRUFRÆÐI NGUllINN
15
3. mynd. Surtsey og „Syrtlingur" 24. ágúst 1965. Hraunið er táknað með skræp-
um; annars staðar eru hæðirnar úr túffi og flata ræman með ströndinni úr
fjörusandi. — Landmælingar íslands.
Fig. 3. Surtsey and ,£yrtlingur“ on Atigust 24tli 1965. The lava is indicated
with spatlering; the hills consist of tuff, and the flat strip along the shore
is macle up of beacli deposits.
gerðir því sem næst. Skjaldbreiður upp frá Þingvöllum, Trölla-
dyngja og Kollóttadyngja í Ódáðahrauni og Kjalhraun á Kili eru
alþekktar dyngjur, allar yngri en frá ísaldarlokum, enn fremur Ok
við Kaldadal, Lyngdalsheiði í Árnessýslu og Vaðalda í Ódáðahrauni,
allar frá ísöld. Heillegar og dæmigervar dyngjur af báðum aldurs-
flokkunum og á báðum svæðunum eru samtals yfir þrjátíu — og
miklu fleiri, ef með eru taldar þær dyngjur (eða þeir dyngju-
hvirflar), sem mynda basaltkolla á stapafjöllum.
Dyngjurnar eru hraunbungur, oftast með kringlóttan gíg á hvirfl-
inum, og hallar þaðan jafnt og hægt til allra hliða. Sá halli er með
mesta móti á Skjaldbreið, um 7°, en á flötustu dyngjunum, eins