Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 1966, Page 33

Náttúrufræðingurinn - 1966, Page 33
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN 27 — Enn fremur hefur Þorbjörn Sigurgeirsson tjáð mér, að við segul- mælingar hafi gætt mun meiri áhrifa segulmagnaðs bergs á „Surtlu- grunninu" en á túffhæðum Surtseyjar og bendi það frernur til ein- hvers konar hrauns en gosmalar í Surtlu. Allt bendir Jretta til Jress, að ,,Surtla“ sé úr bólstrabergi. Þorleifur Einarsson hefur sýnt mér stein tekinn af sjávarbotni á um 115 m dýpi undan suðurströnd Surtseyjar, Jr. e. í hallanum út af hirmin nýmyndaða bunka með dýptartölu 74. Sá steinn er með öllum einkennum brots úr bólstrabergi. Hann náðist upp á varð- skipið „Maríu Júlíu“ í maí 1965. Þorleifur telur líklegt, að þessi neðansjávarbunki hafi myndazt í maí—júní 1964, samtímis Jrví að verulegt lát var á hraungosinu í Surtsey. En aldrei sást Jrar gos upp úr sjó, svo að víst væri (Þorl. Ein. 1965). Allar líkur benda til, að efni bunkans sé bólstraberg, eins og annarra krappra mishæða á sjávarbotni við Surtsey. Þegar bólstrabergsgúllinn undir Surtsey hafði vaxið upp í „vissa hæð“ undir sjávarborði, hófust í honum sprengingar og þar með Jteytigos. Þetta gerðist 14. nóv. 1963 — en á hvaða dýpi? Aðeins rúmum sólarhring síðar voru gígbarmar úr gosmöl komnir upp úr sjó. Það bendir vissulega til lítils dýpis við byrjun Jreyti- gossins. En fróðlegri um Jretta efni er „Surtla“. Þar sást smágos, aðeins stakar sprengingar, upp úr sjó fáeina síðustu daga ársins 1963, en hafði áður verið um 120 m dýpi. Eins og nærri má geta var Sigurður Þórarinsson einn af helzt til fáum, rem sáu vel tii J^essa goss á stuttu færi úr flugvél. Því er ágætlega lýst í Surtseyjar- bók hans, og mun sú lýsing einstæð að fróðleik um gos af þessu tagi. Þar segir m. a.: „Ekki var um að villast, að þarna var gos í gangi, raunverulegt neðansjávargos, því hvergi örlaði á eyju, en skammt undir yfirborði — við gizkuðum á 4—6 m — voru þrír smágígar virkir á um 250 m langri sprungu . . Og enn: „Forvitni- Fig 6. Tlie tablemountain Leggjabrjótur with its summit crater Sólkatla. Dotted area: lava from Sólkatla, never glaciated. Thick toothed line: high edge of lava, come to rest in deep water or against the sleep margin of Pleistocene ice-sheet. Dotted line: low (normal) eclge of lava solidified on land (visible only on short seclion northwest of Baldheiði and around a small outcrop of bedrocli near the south easlern edge of ihe lava). Elsewhere, the edge of lava is buried under debris (in the nortli) ayid under glacier ice (in the west). A—B: section shown in Fig. 7. — Contours according lo the U.S.A. Army Map of Iceland.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.