Náttúrufræðingurinn - 1966, Qupperneq 35
NÁTTÚRU FRÆÐINGURINN
29
legt var að fá þarna endurleikinn þann þátt úr upphafi Surtseyjar-
gossins, sem við höfðum ekki augum litið. Þegar flogið var beint
yfir einhvern þessara nýju gíga, alveg niður við sjávarborð, sást í
honum með um hálfrar sekúndu millibili snöggur glampi af glóð
niðri í sjónum, og út frá honum gengu snöggar hringbylgjur, svo
að sjórinn virtist skjálfa líkt og hlaup. Stöku sinnum komu upp
gufustrókar og þess á milli svartar öskugusur . . . Þær hæstu náðu
um 50 m hæð“ (Sig. Þór. 1964, bls. 19). — En meira varð ekki úr
gosi „Surtlu“. Hún óx aldrei upp úr sjó. 16. febrúar 1964 fannst
þar minnst dýpi 23 m og í júlí—ágúst sama ár 25 m. — Tvö neðan-
sjávargos, mjög áþekk því sem hér var sagt um Surtlu, hafa síðar
orðið við Surtsey: fyrst það, sem kom upp úr sjó í maí 1965, varð
að þeytigosi og myndaði hina skammlífu gígey „Syrtling", og síðan
það sem enn (í janúar 1966) stendur yfir.
Þær athuganir, sem nú var getið, hljóta að leiða til eftirfarandi
niðurstöðu: Á fjórum stöðum, þar sem nú er Surtsey eða grynn-
ingar við hana, hafa neðansjávargos (í orðsins þrengstu merkingu)
hlaðið krappa gúla upp af hafsbotni á allt að 130 m dýpi. Á engum
þessara staða kom gos upp úr sjó fyrr en toppur gúlsins, með gos-
opinu, var mjög farinn að nálgast sjávarborð og dýpi á honum
naumast orðið meira en eitthvað 20 m.
Ég hef hér að framan leitt rök að því — með samanburði við
móbergsfjöll — að þessir gúlar séu úr bólstrabergi. Nýútkomna
skýringatilraun Trausta Einarssonar á myndun bólstrabergs tek ég
einnig til tekna þessari skoðun:
Trausti Einarsson (1965, bls. 71—74) bendir á þá staðreynd, að
bólstraberg er mun minna holótt eða frauðkennt en það hraun-
7. mynd. Snið a£ Surtsey og Leggjabrjót (sbr. 4. og 5. md) í sama mælikvarða,
ltæð ýkt tvöfalt við lengd. Berggerð neðansjávar áaetluð. — 1: bólstraberg, ofan
til með vaxandi brotabergs og túffinnihaldi; 2: gosmöl, mest túff; 3; dyngju-
hraun, e. t. v. bólstrótt við neðraborð; 4: margvíslegt brotaberg, væntanlega með
bólstrum, einstökum og í hópum.
Fig. 7. Sections oj Surtsey and Leggjabrjótur (cf. Figs. 4 and 5) in equal scale,
vertical exaggeration 2:1. Rock structures beloxu sea level, suggested. — 1: pilloxv-
lava with increasing content of volcanic breccia and tujf near the top. 2: tephra,
mostly txiff. 3: lava-floxus of the shieldvolcano type, possibly xuith pillow struc-
ture near the base. 4: Coarse breccia, probably containing pillows, scattered and
in clusters. strandlínur = shore-Iines; fönn = névé.