Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 1966, Page 41

Náttúrufræðingurinn - 1966, Page 41
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN 35 Sigurður Þórarinsson: Sitt af hverju frá síðastliðnu sumri I. Hefurðu verið hjá Valagilsá? Þannig spurði Hannes. Og enn er ástæða til að spyrja þeirrar spurningar. Þótt ekki gerist þess þörf lengur að reyna þar hvað brjóstþrekinn klár má sín í straumiðuföllum þessarar dæmigerðu dragár, er það ómaksins vert fyrir þá, sem þjóta eftir Norðurár- dalnum í bílum, að staldra við hjá Valagilsá og virða fyrir sér gljúf- urmynni hennar, er blasir við af brúnni. Þetta gljúfur hefur áin rofið í blágrýtisberg með allþykkum millilögum, svo að belta- skiptingin í gljúfraveggjunum er mjög áberandi (1. mynd). Hinn 6. ágúst síðastliðinn stöfdruðum við Guðmundur Sigvaida- son við hjá Valagilsá á ferð okkar um landið með norræna jarð- fræðinga, en við vorum ratar þessa 24 manna hóps (rati er vestfirzka heitið á því, sem erlendir nefna guide). í Þingeyjar- og Eyjafjarðar- sýslum höfðum við hreppt norðlæga átt og fýiuveður, en í slíku veðri er oft afdrep og jafnvel sólarglæta í Norðurárdal, sem skýlt er af háfjöllum Tröllaskagans. Við fórum með jarðfræðingana inn í gijúfurmynnið vestan Vala- gilsárinnar. Þar er berglagaskipan sú, að neðst er blágrýtislag (C á 1. mynd) alsett holufyllingum, einkum geislasteinum. Þar ofan á er setberg, mjög dökkt á 1. mynd. Virtist það við lauslega athugun einkum vera túff (hörðnuð eldfjallaaska og sandur), moldarblandið efst. Þykkt þess er nær 1 m í bergþilinu gegnt brúnni, en það Jjynnist í átt til brúarinnar. Ofan á þessu setbergi er blágrýtislag (A á 1. mynd), þétt og án holufyllinga, 3—5 m þykkt. Daginn áður en okkur bar þarna að höfðum við verið í Mývatns- sveit og skoðað trjáför í gosmöl Hverfjalls á flötunum suður af Jarðbaðshófum, en Jreim hefur verið lýst að nokkru áður hér í Náttúrufræðingnum (Trjáför í Hverfjalls- og Hekluvikri, Nfr. 1962, bls. 124—131). Líklega var það þess vegna, að athygli okkar Guð-
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.