Náttúrufræðingurinn - 1966, Page 42
36
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN
1. mynd. Mynni Valagilsár í Norðurárdal — The mouth of ihe canyon Valagil
in Norðurárdalur, N. Icéland. — Ljósm. S. Þórarinsson.
mundar beindist að pípulaga rásum í blágrýtislaginu ofan á túffinu.
Sumar voru nær láréttar og á mörkum blágrýtislags og túfflags (2.
mynd), aðrar skáhallar eða nærri lóðréttar. Er ég fór þarna hjá
síðar, mældi ég þvermál þeirrar, sem næst er brúnni í vesturvegg
gljúfurkjaftsins, og er það 35 cm fremst en minnkar nokkuð inn á
við. Þær pípur, sem sjást á 2. mynd, og eru í gljúfurveggnum er
veit gegnt brúnni vestan ár, eru 25—30 cm víðar í opið. Austan
ár er a. m. k. ein pípa allmiklu víðari. Innra borðið á þessum
pípum er nokkuð hrjúft. Pípurnar voru beinar að heita má, það
sem til sást. Ein af pípunum var full af deigkenndu, fallega grænu
efni, sem Guðmundur taldi að vera myndi celadónít, en það er
glimmer mineral járnauðugt, sem fyrirfinnst einkum í holrúmum
í blágrýti.
Ekki gátum við skýrt þessar pípulöguðu rásir á annan máta en