Náttúrufræðingurinn - 1966, Page 46
40
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN
4. mynd. Gjall hríslast úr hraunstrók í Vikraborgum. — Lapilli showers from
a lava fountain in Vikraborgir, Askja. — Ljósm. S. Þórarinsson, 28. okt. 1961.
þeirra koma. Hefur því fyrsti þáttur Eldgjárgossins ekki verið
sprengigos, nema þá rétt á meðan sprungan var að opnast. Gosið
var, að heita má frá byrjun, stórfenglegt flæðigos þunnfljótandi
hrauns, er innihélt mj<jg mikið af lofttegundum og myndaði hraun-
stróka líklega meiri en menn munu hafa augum litið svo sögur
fari af. Norðurhluti Eldgjár með sínum bogadregnu börmum er
því, eins og raunar hefur verið haldið fram af brezka eldfjalla-
fræðingnum G. Robson, að verulegu leyti myndaður við skrið úr
gjárbörmunum, en hraunelfan hefur borið með sér þann massa, er
niður skreið. tlinar bogadregnu útlínur gjárbarmanna stafa að
nokkru leyti af þessu skriði, en að nokkru orsakast þær af því lands-