Náttúrufræðingurinn - 1966, Blaðsíða 47
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN
41
5. mynd. Bögadregin skriðuör í norðurbarmi sigdældar norðan í gjallgíg Jólnis.
— Garland conlours caused by slumping of the norlhern ivall of a lectonic
chasm on ihe now disappeared volcanic island SII' of Surtsey. — Ljósm. S.
Þórarinsson, 21. ág. 196(i.
lagi, er þama var fyrir þegar gaus, en dalir liggja þarna nærri þvert
í gjárstefnuna. Líklegt er þó, að sprengingar í allra fyrstu byrjun
gossins ráði nokkru um nryndun og lögun gjárinnar norðan Ströngu-
kvíslar.
Sumarið 1966 fylgdist ég allvel með breytingum á Jólni sáluga
og sá þá m. a. nokkuð, sem leiddi hugann að Eldgjá. Utan við
gíginn í Jólni myndaðist við endurtekið sig hálfhringlaga gjá og
var norðurveggur hannar í upphali mjög brattur, en síðan hljóp
þar niður hver skriðan við aðra, og komu þá fram bogadregnar
útlínur svipaðar og í Eldgjá (sjá 5. mynd).
Eldgjá er því ekki sprengigjá (Explosionsgraben) eins og t. d.
Valagjá eða Ljótipollur. Hún er, eins og nafnið segir til um, elcl-
gjá, en með jarðeldi mun forðum tíð eingöngu hafa verið átt við
rennandi hraun.
Úr því Eldgjá ber á góma, má geta þess, að ekki mun það rétt,
sem þýzki eldfjallafræðingurinn Karl Sapper hélt fram og vitnað