Náttúrufræðingurinn - 1966, Síða 51
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN
45
7. mynd. Ignimbrít steinninn á Tjörnesfjöru. — Block of ignimbrite on tbe
bench on the west side of Tjörnes. — Ljósm. S. Þórarinsson.
af náttúrunni gert en ei af manna völdum. Steinn þessi kom upp
á miðum, sem lieita Brúnir, um 7 km út af Rifi.
Tinnu er, sem kunnugt er, nær eingöngu að finna í lögum frá
Krítartímabilinu og einkum í sjálfri krítinni. Þótt hugsanlegt væri,
að Vestfjarðablágrýtið hvíldi á krítarlögum, svo sem það gerir á
Grænlandi, er þess líklega ekki að vænta, að slík lög skjóti upp
kolli á Breiðafirði. Er því að öllum líkindum um aðfluttan stein
að ræða, annaðhvort af mönnum, þ. e. a. s. með skipi og þá líklega
dönsku, eða með hafís. Sakir lögunarinnar hefði e. t. v. mátt nota
stein þennan sem akkeri, en tinna var einnig notuð til að tendra eld
og því eftirsóknarverð hér forðum tíð. Kjölfesta kemur og mjög
til greina. En allavega hefur þá sá farkostur, sem flutti stein þennan,
týnt honum, eða týnzt sjálfur á hafi úti. Virðist jafn líklegt, að
hér sé um að ræða stein fluttan af hafís. Lög frá krítartímabilinu
er að finna á NA-Grænlandi norðan við Óskars konungs fjörð og
þaðan af norðar, en ekki veit ég hvort tinnu er þar að finna. En
af flakki Arlis-eyjanna og af því, sem áður er vitað um ísrek í
Norður-íshafinu, má ráða, að steinar geti borizt til fslands af
öllum þeim ströndum, þar sem jiiklar ganga út í þetta haf.