Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 1966, Page 55

Náttúrufræðingurinn - 1966, Page 55
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN 49 ins breyttist, þegar ferðazt var langt til suðurs eða norðurs, svo og hitt, að skuggi jarðarinnar á tunglinu í tunglmyrkvum virtist ævin- lega hringlaga. Aristoteles mun einna fyrstur hafa gert sér grein fyrir þeim möguleika að finna stærð jarðar með því að mæla sólar- hæð um svipað leyti á tveimur fjarlægum stöðum, en þær tölur, sem hann lagði til grundvallar útreikningum sínum, voru harla óáreiðanlegar og útkoman eftir því ónákvæm. A dögum Aristo- telesar voru sumir fræðimenn þegar búnir að gera sér grein fyrir möndulsnúningi jarðar, sem skýrði hreyfingu himinhvolfsins frá austri til vesturs. Á 3. öld f. Kr. tók Eratosþenes í Alexandríu sér fyrir hendur að gera nákvæmari útreikning á stærð jarðar. Eratosþenes studdist við betri mælingar en til voru í tíð Aristotelesar og fékk niðurstöðu, senr var svo nálægt því að vera rétt, að furðu sætir. Um sama leyti fann Aristarchus frá Samos upp hornafræðilega aðferð til að áætla fjarlægðir tungls og sólar með hliðsjón af sýndarþvermálum þeirra, þvermáli jarðskuggans við tunglmyrkva og horninu milli tungls og sólar, þegar tungl sýnist nákvæmlega hálft. Aðferðin var mjög hugvitsamleg, en vegna lélegra mælitækja urðu niðurstöður Aristar- chusar býsna fjarri sanni. Hann hafði þó á réttu að standa, þegar hann liélt því fram, að tunglið væri minna en jörðin, en sólin hins vegar langtum stærri. Það, að sólin skyldi reynast svona feiknar- lega stór, hefur vafalaust átt drjúgan þátt í því að koma Aristarch- usi á þá skoðun, að h'klega myndi jörðin ganga umhverlis sólina, en ekki öfugt. Eftir því, sem bezt er vitað, varð Aristarchus fyrstur manna til að setja fram þá kenningu, að bæði jörðin og reikistjörnurnar gengju umhverfis sólina — að kerfi himinhreyfinganna væri súl- kerfi, með sólina að miðju, en ekki jarðkerfi, með jörðina að rniðju. Samtímamenn Aristarchusar komu með þá mótbáru, að ef jörðin hreyfðist, ættu menn að geta séð afstöðubreytingu á fasta- stjörnunum, líkt og maður á skipsfjöl getur dæmt hreyfingu skips- ins með því að miða við hluti á landi. Aristarchus svaraði því til, að fastastjörnurnar myndu vera of langt frá jörðinni til að nokkur hreyfing sæist á þeim, þótt jörðin gengi umhverfis sólu. Þessi rök- semd mun fáum hafa þótt sannfærandi, enda kenningin öll svo framandi, að það var ekki fyrr en eftir 19 aldir, að hún náði al- mennri viðurkenningu.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.