Náttúrufræðingurinn - 1966, Page 59
NÁTTÚRU F RÆÐINGURINN
53
Isaac Neuiton (1612—1727) William Herschel (1738—1822)
Þyngdarlögmál Newtons gerði kleift að reikna út efnismagn eða
massa jarðarinnar, og jafnframt hillti undir möguleika til að reikna
út massa annarra hnatta í sólkerfinu. Til þess að geta það, þurftu
menn í'yrst að hafa örugga vitneskju um mælikvarða sólkerfisins.
Hlutföllin milli hinna ýmsu fjarlægða innan kerfisins höfðu menn
þekkt frá því að Kepler birti lögmál sín, og því skorti aðeins, að
ein vegalengd yrði mæld með nákvæmni, það er að segja fjarlægð-
in til sólarinnar eða til einhverrar af reikistjörnunum. Frá því að
Aristarchus og Hipparchus höfðu reynt að reikna fjarlægð sólar-
innar, hafði engin framför orðið í þessu efni fyrr en árið 1G72, að
Frakkarnir Richer og Cassini mældu afstöðu reikistjörnunnar Mars
frá tveimur stöðum á jörðinni og reiknuðu fjarlægð reikistjörnunn-
ar tit frá því. Þótt útkoman væri aðeins of liá, gaf hún þó mjög góða
hugmynd um mælikvarða sólkerfisins.
Englendingurinn Edmund Halley, sem frægur er fyrir spádóm
sinn um endurkomu halastjörnunnar, sem við hann er kennd,
sýndi fram á það fyrstur manna árið 1718, að innbyrðis afstaða