Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 1966, Page 63

Náttúrufræðingurinn - 1966, Page 63
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN 57 Nú kynni einhver að spyrja, hvað sé svo gagnlegt við það að geta mælt hreyfingarhraða stjarnanna. Svarið er, að hraðann má nota sem eins konar lykil að margvíslegum upplýsingum, sem máli skipta. Til skýringar skal tekið dæmi. Fjöldamargar stjörnur mynda tvístirni, ])ar sem stjörnurnar tvær snúast hvor um aðra. Með því að mæla hraða þessara stjarna er oft mögulegt, með liliðsjón af þyngdarlögmálinu, að reikna út efnismagn stjarnanna eða massa og jafnframt vegalengdina á milli þeirra í kílómetrum. Þetta er sérstaklega auðvelt, ef svo háttar til, að stjörnurnar myrkva hvor aðra með reglulegu millibili frá jörðu séð. Er þá til viðbótar hægt að reikna út stærðir beggja stjarnanna og frávik þeirra frá réttri kúlulögun. Sé tvístirnið nægilega nálægt til að hægt sé að aðgreina stjörnurnar og mæla bilið milli þeirra á himninum í bogasekúnd- um, getum við notað vitneskju okkar um hina raunverulegu vega- lengd milli stjarnanna til þess að reikna út fjarlægðina til tví- stirnisins. En jafnvel þegar tvístirnið er svo langt í burtu, að það lítur út eins og ein stjarna í beztu sjónaukum, getur 1 jósið eitt falið í sér nægar upplýsingar til að reikna allt þetta —■ stærðir stjarnanna, massa, vegalengdina á milli þeirra og fjarlægð þeirra frá jörðu. Dopplerfærslan í litrófinu er lykillinn að J>ví öllu saman. Hraðamælingar eftir Dopplerfærslu má líka nota til að reikna fjarlægðir á annan hátt. Við höfum þegar minnzt á þá uppgötvun Herschels, að sólkerfið allt sé á ferð um geiminn, og að þessi hreyf- ing komi fram í gagnstæðri hreyfingu nálægra fastastjarna. Mæling- ar á Dopplerfærslu gerðu fljótlega kleift að finna hinn raunveru- lega hraða þessarar hreyfingar, sem reyndist vera um 20 km á sekúndu. Þessi stöðuga hreyfing sólkerfisins veldur, þegar tímar líða, staðarviki á íastastjörnunum, sérstaklega þeim, sem nærri eru. Skapar þetta grundvöll til fjarlægðarákvarðana á svipaðan hátt og það staðarvik, sem orsakast af árlegri hreyfingu jarðar um sólu. Hér er þó nokkur munur á, því að hafi sólkerfið ekki færzt nægilega langt á einu ári til að gefa mælanlegt staðarvik fyrir tiltekinn hóp stjarna, getum við sem hægast beðið lengur, nokkur ár eða jafnvel áratugi, þangað til hreyfing sólkerfisins hefur borið okkur svo langa vegalengd, að staðarvikið verði mælanlegt. Þessi aðferð er mjög öflug, en að sjálfsögðu nokkuð seinvirk, og fyrir aldamótin 1900 voru menn aðeins skammt á veg komnir með að notfæra sér hana.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.