Náttúrufræðingurinn - 1966, Side 68
62
NÁT'I'Ú RU FRÆÐl NGURINN
Albert Einstein (1879-1955) F.dwin Hubble (1889-1955)
ára á Andrómeduþokunni og svipuðum þokum skáru úr um það,
svo að ekki varð um deilt, að hver þessara örlitlu þokudepla á
himninum var í raun réttri eins konar alheimseyja með þúsundum
milljóna stjarna.
Sá maður, sem lengi framan af lagði mestan skerf til þekkingar
manna á þessum fjarlægu stjörnuþokum, vár Bandaríkjamaðurinn
Edwin Hubble, sem helgaði sig þessu verkefni með áratuga vinnu.
Hubble áætlaði fjarlægðir þeirra Jtokna, sem nálægastar voru, með
Jrví að mæla sýndarbirtu stjarnanna í þeim. Þegar þokurnar voru
svo fjarlægar, að einstakar stjörnur sáust ekki, áætlaði Hubble fjar-
lægð hverrar Jooku út frá því, hvað jjokan í heild sýndist mörgum
sinnum daufari en Jrær, sem J)egar höfðu verið mældar. Hubble
gizkaði á, að fjarlægustu stjörnuþokur, sem greindar yrðu með
100 jDumlunga sjónaukanum, væru um 500 milljón Ijósár í burtu,
og að innan þeirra marka myndu vera hvorki meira né minna en 100
milljón þokur.
Um Jjetta leyti voru hugmyndir þýzks eðlisfræðings farnar að
opna mönnum útsýn á annan hátt. Þessi maðnr var Albert Einstein,
sem á árunum 1905 til 1915 setti fram afstceðiskenningar sínar,
fyrst hina takmörkuðu og síðan þá almennu. Hin takmarkaða