Náttúrufræðingurinn - 1966, Page 72
fi6
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN
Sveipþoka séð á rönd. Þokan á myndinni er i stjörnumerkinu
Bereníkuhaddi (Coma Berenices). (Ljósmynd: G. W. Ritchey,
Mount Wilson Observatory)
erfitt að komast hjá þeirri niðurstöðu, að fyrir nokkur þúsund
milljón árum hefðu allar stjörnuþokurnar verið miklu þéttar saman,
svo að segja í einni kös. Gat það verið, að þarna væru menn loksins
farnir að eygja upphaf alheimsins, eins konar firnasprengingu, sem
átt hefði sér stað fyrir örófi alda?
Þessi spurning og aðrar áþekkar ollu því, að stjarnfræðingar biðu
með mikilli óþreyju eftir ennþá öflugri sjónauka, 200 þumlunga
risasjónaukanum á fjallinu Palomar. Undirbúningur að smíði hans
hófst árið 1928, en svo umfangsmikið var verkið, að tuttugu ár
áttu eftir að líða, þar til sjónaukinn yrði tekinn í notkun.
VI.
Þótt fjarlægar stjörnuþokur og hreyfingar þeirra væru ofarlega
á baugi um og eftir 1930, var langt frá því, að allar gátur liefðu