Náttúrufræðingurinn - 1966, Side 77
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN
71
1000 feta útvarpssjónaukinn við Arecibo á Puerto llico, stœrsti útvarpssjón-
aiiki i heimi. Cornell háskólinn í Bandaríkjunutn sá um smiðina, er kostaði
sem svarar 350 milljónum isl. kr.
vöknuðu menn loksins a£ svefni og tóku til óspilltra málanna við
að smíða útvarpssjónauka, þ. e. a. s. sérstök stefnuloftnet og út-
varpsviðtæki.
Þótt útvarpsbylgjurnar séu ósýnilegar, eru þær í eðli sínu líkar
ljósbylgjum, nema hvað öldulengdin er miklu meiri. Þetta hefur
þau áhrif, að sjónauki, sem smíðaður er til að taka við útvarps-
bylgjum, en ekki ljósi, þarf að vera langtum stærri til að gefa
jafnskýra mynd. Það bætir nokkuð úr skák, að smíðin þarf ekki
að vera eins vönduð og srníði venjulegra sjónauka, en sarnt eru
mikil vandkvæði á að gera útvarpssjónaukana nægilega fullkomna.
Því var ekki að undra, þótt fyrstu myndir útvarpsstjörnufræðinga
af himinhvolfinu væru býsna óskýrar. F.n það, sem kom mönnum
á óvart, var, að útvarpssjónaukarnir sáu heiminn í allt annarri
mynd en venjulegir sjónaukar. Sólin var að vísu áberandi á himn-
inum, en stjörnurnar sáust alls ekki. í þeirra stað gaf að líta
hundruð eða jafnvel þúsundir af útvarpsuppsprettnm, sem í fljótu