Náttúrufræðingurinn

Ukioqatigiit

Náttúrufræðingurinn - 1966, Qupperneq 84

Náttúrufræðingurinn - 1966, Qupperneq 84
78 NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN VIII. Aður en lengra er lialdið, er rétt að staldra við og líta yfir þá heimsmynd, sem stjörnufræðin hefur skapað. Við sjáum þá fyrst, að jörðin er ein af mörgum reikistjörnum, sem allar ganga um- liverfis sólina og mynda sólkerfið. Næstum allt efni sólkerfisins er í sólinni sjálfri, sem að rúmmáli til er meira en milljón sinnum stærri en jörðin. Fjarlægð jarðar frá sólu er um 150 milljón kíló- metrar. Yzta reikistjarna sólkerfisins, Plútó, sem fannst árið 1930, er fjörutíu sinnum lengra frá sólu en jörðin. Þar fyrir utan tekur við sjálfur stjörnugeimurinn, þar sem næsta fastastjarna er um sjö þúsund sinnum fjarlægari en Plútó. Þangað er slík vegalengd, að jafnvel ljósið, sem fer 300 þúsund kílómetra á hverri sekúndu, er meira en fjögur ár að fara á milli. Sólin er aðeins ein stjarna í stóru stjörnukerfi, vetrarbrautinni, sem er eins og flatur, kringlu- laga sveipur, hundrað þúsund ljósár í þvermál og nokkur þúsund ljósár á þykkt. Sólin er staðsett um 30 þúsund ljósár frá miðju vetrarbrautarinnar og er 200 milljón ár að fara einn hring um miðjuna. í vetrarbrautarkerfinu eru um hundrað þúsund milljón stjörnur, það er að segja sólstjörnur. Oll líkindi eru til, að mörgum þessum sólum fylgi reikistjörnur, sem myndi sólkerfi á borð við það, sem jörðin er meðlimur í, en miðað við sólirnar eru reiki- stjörnurnar flestar svo óverulegar að stærð, að þeirra gætir varla, þegar á heildina er litið. Þegar út fyrir vetrarbrautina kemur, taka við aðrar vetrarbrautir, svo langt sem augað nær; meðalfjarlægðin milli vetrarbrauta er á að gizka þrjár milljónir ljósára. Þótt þyrpingar vetrarbrauta séu algengar, verður tæplega litið svo á, að þær myndi raunverulegar einingar í alheiminum. Stærstu einingarnar, sem vitað er um með vissu, eru vetrarbrautirnar sjálfar. Um hlutverk dulstirnanna í lieimsmyndinni verður ekkert fullyrt að svo stöddu. Eftir því sem lengra er horft út í geiminn, eru vetrarbrautirnar að fjarlægjast með æ meiri hraða. Yztu mörk hins sýnilega lieims verða þar, sem vetrarbrautirnar f jarlægjast með hraða ljóssins; fjar- lægð þessara endimarka er nú talin um 10 þúsund milljón ljósár, og innan þeirrar fjarlægðar eru á að gizka hundrað þúsund milljón vetrarbrautir. Stjörnufræðingar eru frægir fyrir að nota háar tölur, en í sann- leika sagt er erfitt að komast hjá slíku, þegar reynt er að draga upp
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.