Náttúrufræðingurinn - 1966, Page 85
NÁTTÚRUFR.ÆÐINGURINN
79
Þyrping vetrarbrauta i stjörnumerkinu Norðurkórónu (Corona Borealis).
Þorrinn af þeim Ijósdaplum, sem á myndinni sjást, er ekki stakar stjörnur,
heldur heil vetrarbrautarkerfi með púsundum milljóna stjarna. Þyrpingin á
myndinni er i rúmlega hundrað milljón Ijósára jjarlœgð.
mynd af alheiminum. Sú aðferð, að gera samlíkingar eða hugsa
sér smækkað líkan í stað rannvernleikans, kemur ekki nema að
takmörkuðu gagni. Til dæmis mætti segja, að flugvél, sem flygi
1000 kílómetra á klukkustund, yrði 17 ár að komast vegalengdina
til sólarinnar, en ef beita ætti sömu aðferð til að gera okkur skiljan-
legri fjarlægðina til næstn sólstjörnu, yrði útkoman eitthvað um
fimm milljón ár. Aðferð sem þessi missir því fljótlega marks. Ef
við byrjum í staðinn á stærstn einingunni, fjarlægðinni til endi-
marka hins sýnilega heims, og hugsnm okknr hana smækkaða niður
í 10 þúsund kílómetra, sem er álíka vegalengd og frá íslandi til
Viet Nam, myndum við sjá vetrarbrautirnar dreifðar með nokkurra
kílómetra millibili. Vetrarbrautin okkar yrði hundrað metrar á
breidd og nokkrir metrar á þykkt, og fjarlægðin milli sólar og
næstu sólstjörnu myndi verða um 5 millimetrar. Á þessit líkani
myndi reynast erfitt að finna jörðina, því að fjarlægð hennar frá
sólu yrði lítið meira en hundraðþúsundasti hluti úr millimetra.