Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 1966, Page 86

Náttúrufræðingurinn - 1966, Page 86
80 NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN Með þessa mynd í huga er rétt að ræða nokkru nánar um lögmál Hubbles og útþenslu alheimsins, sem áður var minnzt á. í fyrsta lagi skal á það bent til að forðast misskilning, að hreyfing fjar- lægra vetrarbrauta í átt frá okkar vetrarbraut er engin sönnun þess, að við skipum einhverja sérstöðu í alheiminum, einhvern mið- punkt, sem allar leiðir liggi lrá. Flestir fræðimenn eru þeirrar skoðunar, að lögmál Hubbles beri að túlka á þann veg, að geim- rúmið í heild sé að víkka út, þannig að allar fjarlægðir milli vetrar- brauta eða vetrarbrautaþyrpinga aukist í sífellu. Afleiðing slíkrar útþenslu myndi verða sú, að hver einasti athugandi, í hvaða vetrarbraut sem hann væri staðsettur, myndi sjá aðrar vetrarbrautir fjarlægjast í allar áttir. Þessi regla, að allir athugendur sjái alheim- inn í svipaðri mynd, hvar sem þeir eru staddir, nefnist heimsmyndar- reglan og hefur orðið grundvallaratriði í heimsmyndarkenningum síðari ára. Nokkrir efasemdamenn hafa orðið til að benda á, að lögmál Hubbles sanni í rauninni ekkert um hraða fjarlægra vetrarbrauta. Það, sem við sjáum, sé færsla á litrófslínum, og sú færsla kunni að eiga sér aðrar orsakir. Þetta er að vísu rétt, en í sannleika sagt liefur engum tekizt að hugsa upp neina sannfærandi skýringu á línu- færslunni aðra en þá, að þetta sé Dopplerfærsla, sem stali af hreyf- ingu vetrarbrautanna. Fræðilega séð er mun auðveldara að skýra, hvernig alheimurinn geti stækkað eða minnkað, heldur en að skýra, á hvern liátt hann gæti haldizt í kyrrstöðu. Og þeir, sem eru vantrúaðir á, að útþenslan geti verið eins hröð og athuganir benda til, ættu að hafa það hugfast, að jafnvel sti vetrarbraut, sem fjarlægðist með hraða ljóssins, væri hundrað þúsund ár að færast um eina breidd sína. A mælikvarða alheimsins er útþenslan því ekki svo ákaflega liröð. IX. Þegar sjónaukinn rnikli á Palomarfjalli var tekinn í notkun árið 1948, var það von margra, að með honum myndi takast að leysa að einhverju leyti tvær af grundvallargátum heimsfræðinnar. Önnur gátan er sú, hvort alheimurinn sé óendanlegur eða endan- Iegur, og ef hann sé endanlegur, hver muni vera stærð hans. í hinni gátunni felst sú spurning, hvort alheimurinn í heild sinni
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.