Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1966, Síða 89

Náttúrufræðingurinn - 1966, Síða 89
NÁTTÚRU FRÆÐINGURINN 83 vetrarbrauta verið minni en hún er nú, líkt og þróunarkenning- arnar gera ráð fyrir. Ef hraði vetrarbrautanna út. á við reynist óeðlilega mikill í þessari fjarlægð, myndi það gefa til kynna, að útþensla alheimsins hefði áður verið örari en hún er nú, eins og sumar, en ekki allar, þróunarkenningar lierma. í báðum þessum tilfellum yrði jafnstöðukenningin að dærnast úr leik. Athuganir nndanfarinna ára hafa meir og meir bent í þá átt, að jafnstöðukenningin fái ekki staðizt, en endanlegur úrskurður hefur þó ekki enn verið kveðinn upp. Nánari rannsókn á fjarlægð- um og dreifingu dulstirnanna, sem áður var getið um, kann að leiða til þess, að lokasvarið fáist á næstu árum. Þetta er undir því kornið, hvort hraði dulstirnanna reynist stafa af útþenslu alheims- ins. Ef svo er, hafa stjörnufræðingar fundið fyrirbæri, sem sjást svo langt að, að með þeim má kanna geiminn út að yztu sjónar- rönd. Fari svo, sem líkur benda til, að þróunarkenningarnar verði ofan á, lilýtur sú spurning aftur að verða efst á baugi, hvað gerzt hafi í alheiminum fyrir tíu þúsund milljón árum. Það er sá tími, laus- lega reiknað, sem liðinn er, frá því að alheimurinn fór að þenjast út, eftir lögmáli Hubbles að dæma. Heimsrúmið ætti þá að hafa verið mjög lítið og allt efni geysilega samanþjappað og afar heitt. Þessi tímalengd, tíu þúsund milljón ár, er í góðu samræmi við nið- urstöður, sem fengizt hafa með öðrum aðferðum, um aldur jarðai'- innar, sólarinnar og vetrarbrautarinnar 1 heild. Þær niðurstöður benda yfirleitt til aldurs, sem er innan við tíu þúsund milljón ár. Þetta virðist koma heim við þá hugmynd, að allir hlutir, sem við sjáum, hafi orðið til eftir að alheimurinn fór að þenjast út og efnið í honum að kólna. Hvernig forsaga heimsins var, áður en útþenslan byrjaði, geta þróunarkenningarnar lítið sagt um enn sem komið er, og framtíð alheimsins er einnig að mestu leyti óráðin gáta. En þar með er ekki sagt, að aldrei fáist nein svör við slíkum spurningum. Þess ber að minnast, hve skammt er síðan menn öðluðust næga þekkingu til að geta glímt við heimsfræðina í alvöru. Við þurfum ekki að horfa lengra aftur í tímann en til ársins 1917 til að sjá, hvílík bylt- ing hefur orðið á skoðunum rnanna um alheiminn. Þá töldu flestir fræðimenn, að efnisheimurinn væri ekki stærri en vetrarbrautar- kerfið, sem við erum í. Á þessum fimmtíu árum, sem síðan eru
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104

x

Náttúrufræðingurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.