Náttúrufræðingurinn - 1966, Qupperneq 97
NÁTTÚ RUFRÆÐI NGURINN
91
5. Laona (Philine) pruinosa Clark.
Hélulaufa
Tegund þessi er af Laufuætt (Philinidae). Hér við land hafa
fundizt 4 laufutegundir. Munninn er víður og sker hlið skeljar-
innar að endilöngu. Hyrna er því annaðhvort engin eða þá ógreini-
leg. Yfirborð skeljarinnar er með keðjumynstri eða (sjaldnar) með
smásæju kroti. Laufutegund sú, sem finnst hér í fyrsta skipti, er
greinilega frábrugðin öðrnnr hérlendum laufu-
tegundum að því leyti, að naflarauf er greini-
leg, enda telja sumir hana til sérstakrar ætt-
kvíslar. Skelin er þunn, en þó lítið gagnsæ,
Irvít að lit eða stöku sinnum móbeltótt. Munn-
inn nrjög víður neðan til. Vindingar hyrnunn-
ar 3, en ógreinilegir og sjást alls ekki frá hlið.
Yfirborð skeljarinnar gljáalítið, ekki keðju-
mynstrað, heldur er það með fíngerðum lang-
rákunr og þverrákum og stundum sett smáum,
hélugráum kornum, af þeim er nafnið h é 1 u -
laufa dregið. Tegund þessari svipar nrest til
rákalaufu (Philine finmarchica M. Sars),
en naflaraufin á hélulaufunni er óbrigðult
einkenni. Hér við land fannst hélulaufan í fyrsta skipti 5. desenrber
1964. Pá komu 2 eintök úr ýsu veiddri undan Reykjanesi S. V.
Næst komu 3 eintök úr ýsu frá Garðskaga, 20. nóvember 1965. 25.
janúar 1966 fengust enn 2 eintök úr ýsu af Vestmannaeyjamiðum.
Og loks komu 4 eintiik rir ýsugörnum, sem fengnar vorit frá Horna-
firði 10. febrúar sama ár, og voru 3 þeirra nreð brúnleitu belti um
miðjrtna. Alls hafa því íráðst 11 eintök og mældist lengd stærsta
eintaksins 4,5 mnr. Hinir dreifðu fundir tegundarinnar benda til
þess, að hún sé búin að ná öruggri fótfestu við suður- og suðvestur-
strönd landsins.
Auk Bretlandseyja er hélulaufan víða við strendur Evrópu, allt
frá Lófóten í Noregi og suður til Miðjarðarhafs. Ófundin við
Færeyjar.
5. mynd.
Hélulaula
(Úr G. O. Sars).