Náttúrufræðingurinn

Årgang

Náttúrufræðingurinn - 1968, Side 7

Náttúrufræðingurinn - 1968, Side 7
Ndttúrufr. - 38. árgangur - 1. Iiefti - 3.-48. síöa - Reykjavik, ágúst 1968 Sigurjón Rist: Þj orsa Inngangur. Þegar ár eru færðar á skrá, er alla jafna nauðsynlegt að geta hér- aðsins, sent þær falla um, svo að ljóst verði, við hvaða vatnslall er átt, t. d. Sandá í Þistilfirði, Selá í Vopnafirði; það er meira að segja ekki nægilegt að segja „í Vopnafirði“, því að þar eru Selárnar tvær: Selá í Selárdal og Selá undir Fjöllum. Sagt er Skrauma í Hörðudal og Mórilla í Kaldalóni, svo að nokkrar séu nefndar. Ein er sú á, sem getur staðið óstudd á slíkri skrá. Það er hún Þjórsá. Öll staðsetning er næstum hlægileg. Á að segja Þjórsá á Suðurlandi? Hvorki er rétt að segja Þjórsá í Árnessýslu né Þjórsá í Rangárvallasýslu, því að Þjórsá er sjálf markalínan. En þar sem Þjórsá skilar til hafs vatni i'ir Árnes- og Rangárvalla- sýslum, að vísu ekki alveg ein um það, og sækir þar að auki vatn að fjallabaki austur í Vestur-Skaftafellssýslu, verður hún með sanni nefnd á Suðurlandskjördæmisins. Og þó er það ekki alls kostar rétt, svo mikil er Þjórsá og margslungin. Hún kemur nefnilega upp í Norðurlandskjördæmi eystra. í Ríkishandbók íslands 1965 er gerð heiðarleg tilraun til að skipta hálendinu upp á milli sýslufé- laga, og þar eru mörk Eyjafjarðarsýslu að sunnan: Um þveran Sprengisand, frá Klakk við miðjan Hofsjökul að austan, og þaðan sjónhendingu austur í suðvesturhorn Tungnafellsjökuls, og eru þá 400 km2 af vatnasviði Þjórsár innan lögsagnarumdæmis Eyfirð- inga eða röskir 5 hundruðustu. j Úr erindaflokknum „Árnar okkar", 1965.

x

Náttúrufræðingurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.