Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 1968, Page 25

Náttúrufræðingurinn - 1968, Page 25
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN 19 fi. mynd. Hrosshylur hjá Þjórsárholti. — Ljósm. Jón fónsson Irá Þjórsárholti. sinni Htilln og fleira fólki, skyldi heim fara frá Skarði, hvolfdi ferju undir þeim á ferjustaðnum að Þjórsárholti. Drukknuðu jrær mæðg- ur ásamt tveimur öðrum manneskjum. Líkin rak að landi hinn saxua dag, og gegnir það nokkurri furðu, því að Þjórsá er ekki vön að skila aftur því, sem hún hefur gripið. Reiðhestur Herdísar týnd- ist í ánni. Fáurn dögum síðar fannst hann rekinn við Vestmanna- eyjar. Er mér tjáð, að síðan heiti ferjustaðurinn Hrosshylur. Því má við bæta, að það eru ekki einungis naut Páls biskups, sem skilja eftir örnefni við Þjórsá. Uppi við Hofsjökul er Naut- hagi og Nautalda; sú nafngift er frá síðari tímum eða frá 1847, en þá um haustið fundust þar strokunaut, sem átti Jón Guðmunds- son, ritstjóri Þjóðólfs. Eitt vað enn var á Þjórsá, Eyjavað undan Þrándarholti í Gnúpverjahreppi. Það grófst út fyrir æðilöngu og er aflagt með öllu. Vöðin á Þjórsá voru alófær langtímum saman, en það skipti raunar sáralitlu máli, því að hún var aðallega farin á ferjum og hross sundlögð. Flutningur var mikill, heilar sveitir, eiginlega tvö sýslufélög, höfðu yfir hana að sækja til verstöðva og verzlunarstaða. Neðsti og elzti ferjustaðurinn er Sandhólaferja, sem var aðalferjan í margar aldir. Það lá vel við að fara hana þegar Bakkaskip kom.

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.