Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 1968, Page 33

Náttúrufræðingurinn - 1968, Page 33
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN 27 3. mynd. Nashyrningseðla. að dýr þetta liafi haft langa tungu, og með henni hafi það seilst í trjágreinarnar og bitið þær svo af með hornskoltunum. Til trölleðlanna telst einnig kambeðlan eða Stegeosarurus, mynd- arleg eðla um 10 rnetrar á lengd. Blómaskeið hennar var í lok Juratímans. Hún hafði lítið höfuð eins og þórseðlan, en var aftur á móti hálsstutt. Hryggurinn var mjög kúptur og í spjaldhryggnum var stærðar heilabú — líklega 10 sinnum stærra en það sem var í höfðinu. Eftir endilöngu bakinu voru stórir, aðgreindir bein- kambar, klæddir hyrni. Þessir beinkambar stóðu upp á rönd og náðu alla leið aftur á rófu. Rófan var fremur stutt og aftari hluti hennar settur mörgum sterkum og hvössum beingöddum; annars var húðin með dreifðum beinplötum, göddum og broddum. Kamb- eðlan hefur verið grasæta, það sýna tennurnar; þær eru 92 að tölu og smáar og virðast ekki liafa verið til mikils gagns í viðskiptum við óvinadýr. Árið 1887 fundust í Colorado tvö steingerð horn, og liéldu rnenn í fyrstu, að þau væru af spendýri, t. d. af útdauðri vísundar-tegund.

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.