Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 1968, Page 51

Náttúrufræðingurinn - 1968, Page 51
NÁTTÚ RUFRÆÐINGURINN 45 Finnur Guðmundsson: Ný krabbategund, Paromola cuvieri (Risso), úr Skeiðarárdjúpi Frá Friðriki Jessyni, forstöðumanni náttúrugripasafnsins í Vest- mannaeyjum, bárust mér f'yrir nokkru síðan ágætar ljósmyndir af krabba, sem hafði veiðzt hinn 29. júlí 1967 á ca. 200 m clýpi í Skeið- arárdjúpi. Krabbi Jressi var svo ólíkur þeim kröbbum, sem áður hafa veiðzt við Islandsstrendur, að enginn vafi gat leikið á því, að hér væri um að ræða nýja tegund fyrir ísland. En þar með var nrálið ekki til lykta leitt, því að nú var eftir að ákvarða þessa nýju tegund. Því rniður er því svo farið, að fjölmörg lægri dýr verða ekki greind hér með vissu sökum skorts á ritkosti, og svo var einnig um krabbann úr Skeiðarárdjúpi. Ég sendi því myndirnar til dr. Isabellu Gordon við náttúrugripasafnið í Lundúnum (British Mus- eum, Natural History), en hún hafði áður liðsinnt okkur við greiningu sjaldgæfra krabba. Dr. Gordon hefur tjáð mér, að krabbinn hafi verið auðþekktur af myndunum og að hið vísindalega heiti hans sé Paromola cuvieri (Risso). Auðvitað skortir tegund þessa íslenzkt nafn, en til bráða- birgða mætti kalla hana langfótung á íslenzku. Þetta er stór og mjög fótalöng krabbategund. Fótahaf getur orðið allt að einn metri eða jafnvel meira, en lengd bakskjaldar verður Jró ekki meiri en 16—23 cm. Miðað við Jretta hefur krabbinn, sem veiddist í Skeiðarárdjúpi verið fremur lítill, |m að samkvæmt mælingum Friðriks Jessonar nam lengd bakskjaldarins aðeins 10.5 cm og breidd hans um 8.0 cm. Langfótungurinn er hlýsævistegund og eru heimkynni hans eink- um í Miðjarðarhali og í aðliggjandi hluta Atlantshafsins, frá Bojador- höfða í NV.-Afríku og Azóreyjum til SV.-írlands. Á síðari árurn hefur Jjó hvað eftir annað orðið vart við þessa suðrænu krabbategund

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.