Náttúrufræðingurinn - 1969, Blaðsíða 32
136
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN
,S'igurður Pét ursson:
Vatnið
Hreint og óhreint
Vatnið er tvímælalaust mikilvægasta elnið, sem til er á þessari
jörðu. Enda þótt það sé eitt allra einfaldasta efnasambandið, sem
vér þekkjum, þá gegnir það hinu merkasta undirstöðuhlutverki í
náttúrunni, bæði í lifandi hlutum og dauðurn. í hverri lifandi
frumu er vatn, í flestum mikill meirihluti, en í öðrum minna.
Allar efnabreytingar í líkömum jurta og dýra fara frarn í vatns-
upplausn. í jarðveginum er vatnið eina upplausnarefnið og enginn
steinn er svo harður, að vatnið leysi hann ekki upp með tímanum.
„Dropinn holar steininn,“ stendur þar.
Vatnið er samsett af tveimur frumefnum, vatnsefni og súrefni,
sem hvort tveggja eru lofttegundir. Lofttegundir þessar sameinast
við bruna og mynda vatn. I hverjum 18 g af vatni ern nálægt 2 g
af vatnsefni og 16 g af súrefni. Með rafstraumi má aðgreina þessi
efni aftur og vinna hreint vatnsefni og súrefni. Þannig er nnnið
vatnsefnið hér í áburðarverksmiðjunni og þarf til þess mikla raf-
orku, sem kunnugt er.
I einni sameind af vatni eru 2 frumeindir af vatnsefni (Hydrogen-
ium) og 1 frumeind af súrefni (Oxygenium). Efnafræðileg formúla
vatns er því HoO.
Vatn er í mörgum tilfellum lagt til grundvallar við eðlisfræðileg-
ar mælingar og notað þar sem eining. Þannig er þyngdareiningin
1 g miðuð við vatn, þvi að 1 g er 1 rúmsentimeter af vatni 4°C
heitu. Vatn hefur eðlisþyngdina 1 og það hefur eðlishitann 1. Núll-
punkturinn á Celsius-hitamæli er frostmark vatns, og 100° á Celsius-
mæli er suðupunktur vatns.
Flestir hér um slóðir líta á vatnið sem mjög hversdagslegan viikva,
sem nóg sé til af og lítið eða ekkert kosti. En þetta er ekki svona
alls staðar. Miklu víðar í heiminum er um að ræða skort á vatni.
Stór landsvæði eru gróðurlaus vegna vatnsskorts og öflun vatns til